Henna tilraun!

Ég prófaði henna í fyrsta skiptið af einhverri alvöru í gær. Mér finnst mehndi munstur svo ótrúlega falleg og mig langaði að gera heiðarlega tilraun sjálf. Ég hef alltaf haft mjög gaman að svona fríhendis dúllerí-teikningu og þetta á mjög vel við mig. Það tekur smá tíma að ná réttu tækninni, en ég er alveg viss um að ég verð ekki svona skjálfhent næst 🙂 Línurnar eru ekki alveg þær fallegustu og næst ætla ég að reyna að fara eftir einhverju sérstöku munstri. Æfingin skapar víst meistarann!

henna2 henna3 henna4 henna1

Svona lítur þetta út þegar það er tilbúið og leirinn dottinn af. Liturinn á hefðbundnu henna er svona rauðbrúnn, en það er hægt að fá græntóna henna sem á víst að gefa aðeins dekkri útkomu. Ætla að tékka á því næst. Svörtu henna er hins vegar ekki mælt með vegna þess að það getur verið mjög hættulegt. Ég googlaði myndir og found out the hard way. Plís ekki gera það. Nú eiga allir eftir að gera það.

P.S. Ég vildi að ég væri með tvær hægri hendur. Þori ekki fyrir mitt litla líf að gera munstur á hina hendina!

xx