Myndband: Létt smokey með eyeliner og augnhárum

Í dag langaði mig að endurgera förðun sem ég gerði um daginn, en þetta er svona týpísk ‘going out’ förðun fyrir mig. Soft smokey með eyeliner + augnhár og nude-ish varalitur.

Í þetta skiptið sýni ég ykkur allan pakkann, primer, meik og allt saman. Ekki láta ykkur bregða, ég er frekar draugaleg og gaf ekki mörg bros í þessu myndbandi.

Ég vona að þið heyrið það sem ég er að segja, en stelpan mín var sofandi þegar ég tók þetta upp og vildi ekki vekja hana með gleðilátum.

Screen Shot 2015-03-03 at 18.25.59 Screen Shot 2015-03-03 at 18.26.15  Screen Shot 2015-03-03 at 18.26.27     Screen Shot 2015-03-03 at 18.29.06

Eins og venjulega gerði ég engan vörulista, þar sem vörunar eru héðan og þaðan (ég er svo löt!), en tek fram hvaðan flestar vörurnar eru. Ef það er eitthvað sem þið viljið vita, sendið mér línu! birnamagg@gmail.com

Ef þið viljið sjá fleiri svona myndbönd, endilega hendið á mig like, thumbs up eða kommenti! Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það skiptir miklu máli!

Ég hafði hugsað mér að gera fleiri svona dramatísk lúkk á næstunni, þar sem það er árshátíðar’season’.

xx