Vídjó: Farðarútínan mín!

Í dag ætla ég að bjóða ykkur upp á mjög óspennandi vídjó, en ég tók upp ‘full coverage’ rútínuna mína, þar sem ég fer yfir (í ekkert svo grófum dráttum) hvað ég nota í fésið á mér þegar ég farða mig almennilega. Mínus augu, varir, augabrúnir o.þ.h. sem sagt.

Þessi rútína breytist mjög sjaldan og þess vegna ákvað ég að skella bara í eitt vídjó sem ég mun setja undir hin vídjóin. Ég veit að margir vilja sjá makeup frá A-Ö í myndböndum, en þau yrðu svo hryllilega löng ef ég myndi hafa þetta með. Ég er ekki með lýtalausa húð (hún er reyndar í óvenju góðu standi núna fyrir utan ör/för!) og það tekur sinn tíma að fínpússa hana. Ef ykkur langar að sjá, þá megið þið endilega horfa, en ég gerði þetta myndband aðallega til að ‘hafa það með’.

Ég á eflaust eftir að gera betri útgáfu af þessu myndbandi einhverntíman, sérstaklega ef ég fer að nota aðrar vörur í verkið.

P.S. Ég sleppti highlighter, enda er misjafnt hvort eða hvernig ég nota hann!

P.S. 2. Aldrei hefði mér dottið í hug fyrir ári eða 2 síðan að ég myndi setja myndband af mér án hyljara og farða á internetið og deila því sjálfviljug með nokkur hundruð manns. En ég er alltaf að taka húðina mína meira og meira í sátt og nenni ekki að vera endalaust í feluleik.

xx