Myndband: Cruelty free (og smá vegan!)

Hér sýni ég ykkur förðunarlúkk með eingöngu ‘cruelty free’ vörum og nota líka einhverjar 100% vegan. Ég tek það sérstaklega fram ef merkin eru vegan!

Það var heilmikil heimavinna á bakvið þetta myndband og mér datt ekki í hug að það væri svona erfitt að finna áreiðanlegar heimildir fyrir því hvað er cruelty free og hvað ekki. Mörg af þeim merkjum sem ég notaði voru til dæmis bara ekki til í ‘Bunny-free’ appinu, sem var meðal annars mælt með að ég notaði. Ég bið ykkur um að gefa mér smá breik ef þið haldið að ég hafi notað merki sem er ekki cruelty free, en oft stangast heimildirnar á, svo það er erfitt að sjá. Þetta rímaði.
…Látið mig þá samt endilega vita!

Ég vona að þetta myndband gefi ykkur hugmyndir um hvaða vörumerki þið getið notað, þó að þetta lúkk sé kannski ekki eitt af mínum bestu. Ég er mega til í að gera svona myndband aftur ef það er áhugi fyrir því! Endilega látið mig vita.

xx