Myndband: Uppáhalds í apríl!

Jæja, þá er loksins komið nýtt vídjó. Þarna fer ég yfir uppáhalds (veraldlega og lifandi) hluti í apríl. Ég biðst fyrirfram afsökunar á ósmekklegum og lélegum bröndurum. Ég held að ég hafi verið með gestapest. Ég var samt ein. Ég tala líka óþarflega mikið um bólurnar mínar, þið getið bara spólað yfir það. Eins verð ég að afsaka lélega vinnslu á myndbandinu þar sem það heyrist ekkert hvað ég er að segja í einhvern tíma út af (mega lélegu) tónlistinni undir.

Ég vona samt sem áður að þið nennið að horfa og þið megið endilega skilja eftir athugasemd eða einhverja sönnun um lífsmörk.

Góða helgi! (það er þriðjudagur)

Bless

xx

13 thoughts on “Myndband: Uppáhalds í apríl!

Add yours

  1. Hæ. Takk fyrir að tilgreina mig sem góðan lesanda. Ég er dyggur aðdáandi! Epli mun sennilega framleiða besta geitaostinn í sýslunni og búa til snúnustu horn ársins þegar þar að kemur. Like

    Like

  2. Æ, þú ert flott og skemmtileg, bloggið þitt er snilld og myndböndin þín eru frábær, hættu að afsaka þig alltaf svona endalaust. 🙂 pís og löv

    Like

    1. Hahah takk æðislega fyrir þetta komment!
      Stundum er ég kannski meira að reyna að vera fyndin heldur en að brjóta sjálfa mig niður (geri mjög lítið af því!) en ég skil hvað þú meinar 🙂 Kemur kannski svolítið illa út! Afsakaðu það! (djók…)

      Like

      1. Meinti þetta alls ekkert illa 🙂 er bara komin með leið á þegar maður t.d. horfir á makeup tutorials og það fyrsta sem stelpurnar (eða strákar) gera er að afsaka sig fyrir að vera ómálaðar/ðir. En hvenær kemur freknuvídjóið?!:)

        Liked by 1 person

  3. Já bóluvídjó! Þú lýsir amk húðinni þinni svipaðri og minni er amk mjög ánægð með nutrigena appelsínugula dótið mjög gott! En lendiru ekkert í því að vera svona “fitug” á augnlokunum? Ég er í stökustu vandræðum með að augnskugginn klínist ut um allt bara fyrir hádegi! 😦 ég nota BodyShop primer en er að pæla hvort að sérstakur augnprimer sé málið eða eitthvað annað leynitrikk? Elska bloggið og vídjoin þín 🙂

    Like

    1. Ójú! Ég er með mjög oily augnlok, svo ég glími við þetta vandamál líka. Augnprimerar eru snilldar uppfinning og eins paint pots frá MAC. Ég nota þannig í litnum painterly, hvort sem ég er með augnskugga eða ekki. Hann jafnar út húðlitinn á augnlokunun (ég er með mjög æðaber augnlok), lætur litinn á augnskugganum poppa betur og svo tollir hann miklu betur á 🙂

      Like

Leave a Reply

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑