Maybelline lash sensational!

Eins og einhver ykkar sáu í ‘maí uppáhalds’ myndbandinu mínu, þá er ég búin að vera að testa nokkra nýja maskara upp á síðkastið. Í dag langar mig að segja ykkur frá nýja ‘Lash sensational’ maskaranum frá Maybelline, en hann er í sérstöku uppáhaldi hjá mér.
maybelline lash sensational lash miltiplying mascara review

Burstinn á honum er rosalega þægilegur, en hann greiðir eiginlega í gegnum öll hárin í einu. Hárin eru þétt (gúmmí), stutt og ná að lita allra minnstu augnhárin án þess að stimpla upp á augnlokið. Hann skiptir þeim fallega upp, býr til hálfgerðan svona ‘vængja’-effect (hvað er ég eiginlega að segja?..!), lengir þau og þykkir. Eins og ég hef oft áður sagt er ég langhrifnust af möskurum með þéttum bursta sem klessa augnhárunum ekki saman og þessi er aldeilis að standa sig hvað það varðar!

photo (10)Hér er ég með eina umferð af maskaranum, sem mér finnst alveg nóg! Ég bretti ekki í þetta skiptið, en ég vildi sýna ykkur lyftinguna sem hann gefur. Mín augnhár standa beint fram (eins og þið sjáið hægra megin) og ég nota eiginlega alltaf brettara. Fyrir og eftir maskaramyndir hjá mér eru auðvitað alltaf frekar ýktar, þar sem ég er með hvít augnhár, en þið sjáið vonandi jafn vel og ég hversu mikil snilld þessi maskari er. Ég held alltaf mjög mikið upp á Maybelline maskara en þessi er fór beint í fyrsta sætið um leið og ég prófaði hann!

Mælimeðonum!

P.S. Þessi mynd er tekin kl 23 um kvöld eftir annasaman dag og baugar eru í tísku.

P.S. 2. Ég tel niður dagana þangað til ég get farið að sinna þessu bloggi almennilega aftur!

xx

3 thoughts on “Maybelline lash sensational!

Add yours

    1. Hæ! Þetta er litur frá KIKO, luscious cream nr. 522, svo hann fæst ekki hér. En hann er svona eiginlega í sömu familíu og diva, cyber og smoked purple frá MAC 🙂

      Like

Leave a Reply

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑