EVERYONE SHOULD BE A FEMINIST

Ég er ekki mikið fyrir statement boli.

Þegar ég hugsa út í það, þá man ég síðast eftir mér í einum svoleiðis á P!nk tónleikum þegar ég var 16 ára. Ég keypti hann í Mótor og á honum stóð ‘Barbie is a slut’. Á tónleikunum löbbuðu svona 5 gotharar upp að mér og sögðu ‘flottur bolur’. Mér fannst ég mjög hörð týpa.

Feministahjartað mitt hoppaði samt af gleði þegar ég rakst á þennan á Missguided um daginn. Í körfuna fór hann.

Ég er að vinna í að taka upp ‘lookbook’ myndband fyrir YouTube rásina mína og þá munuð þið fá að sjá nokkrar nýjar flíkur í fataskápnum mínum.

IMG_20170717_182223_567
Bolinn fékk ég HÉR
20170717_215139
Buxurnar sýni ég ykkur betur í lookbook myndbandinu!