Urban Decay Naked HEAT lúkk og dress.

Þá er ég loksins búin að prófa pallettuna sem internetið er að missa sig yfir! Ég fékk Urban Decay Naked HEAT að gjöf um daginn (hún er komin til landsins!) og skellti í svona týpískt ‘grunge’ lúkk með henni.

Ég fékk þá flippuðu hugmynd um daginn að aflita á mér augabrúnirnar. Það er svosem ekkert sem ég hef ekki gert áður, en það flippaða er að ég er með svart hár í þetta skiptið. Ég bjóst við að ég myndi enda eins og dauð geimvera, en einhvernveginn gerði förðunin það að verkum að þetta gekk upp.

201708211120040513-01

Ég elska alla þessa hlýju liti sem pallettan hefur upp á að bjóða og ég veit að ég kem til með að nota hana mjög mikið.

Vörurnar sem ég notaði í þessa förðun:

*Urban Decay Naked Heat palette (UD fæst í Hagkaup í Smáralind)

*Nabla Dazzle liner í litnum Purity í innri augnkrók  (Fæst í Nola)

*MyKitCo augnhár ‘My Shibuya X’

*Kat Von D Studded kiss lipstick í litnum Piaf (Sephora)

*Farðinn sem ég notaði er NYX professional makeup Total control drop foundation og freknurnar gerði ég með The Body Shop Honey bronze Drops of sun.

20170823-484956662-01

*Kjólinn fann ég í Zara í Kringlunni! Ég á sennilega of marga kjóla í þessum stíl, en gat réttlætt kaupin vegna þess að ég átti sko ekki neinn með perlum! Mig minnir að hann hafi kostað um 3990, sem er auðvitað gjöf en ekki gjald.

xx