Fallegt fyrir heimilið!

Nú erum við hægt og rólega búin að vera að taka húsið okkar í gegn í ár …Með áherslu á HÆGT! Þeir sem fylgja mér á snapchat eru örugglega löngu búnir að missa áhugann, en núna er ég sko búin að setja mér allskonar markmið fyrir jól! Þessa stundina á heimilið alla mína athygli og varalitirnir sitja (smávegis) á hakanum. Ég tók saman nokkra fallega hluti sem myndu taka sig vel út í húsinu okkar og mig langar að deila þeim með ykkur!

 

fheimilið

Það væri ekki leiðinlegt að bjóða upp á kaffi í þessum fallegu bollum! Fást HÉR.

Yankee kertið fékk að troða sér á óskalistann, en ég er mjög veik fyrir ilmkertum. Grillaðir sykurpúðar og keimur af vanillusykri? Namm. Já, lyktarskynið mitt er 8 ára barn. Fæst HÉR.

Hnífapörin eru úr The Pier (eins og margt annað í þessari færslu, enda elska ég The verslunina) og ég þrái þau af öllu hjarta! Fást HÉR.

Borðið sem mig dreymir um er úr Ikea. Mér þykir afskaplega vænt um borðstofuborðið okkar (búin að borða við það síðan ég man eftir mér!), en það er bara hreinlega of stórt fyrir litla húsið okkar. Ikea borðið er með stækkunarplötu, svo það er ekkert mál að skella í partý ef þess þarf. Fæst HÉR.

Spegillinn öskrar Birna. Þið bara hljótið að sjá það líka! Fæst HÉR.

Þetta er hægindastóll að mínu skapi. Passlega bleikur og passlega goth! Fæst HÉR.

Hillurnar kæmu vel út á gráa eldhúsveggnum okkar, sem á að verða einskonar ‘búr’ í bland við geymslu undir matreiðslubækur og fleira. Fást HÉR.

xx