Nýtt í fataskápnum frá Rokk & Rómantík!

Hæ! Afsakið hlé!

Í gær fékk ég alveg ótrúlega fallegan pakka! Mig langar að deila innihaldinu með ykkur.

Eins og þið sum vitið er ég veik fyrir öllu grænu sem ‘spari’. Helst þarf það að vera grænt og glansandi! Ég á fullt af grænum jólakjólum, samfestingum og fleiru. Að öðru leyti er fataskápurinn minn mjög svartur og leiðinlegur. Ég held að þetta tengist einhverjum gömlum, grænum velour-jólakjól sem mamma saumaði á mig þegar ég var krakki. Ég var svo fín!

Það má því segja að ég hafi hoppað hæð mína af kæti þegar ég kíkti í pakkann. Í honum leyndist nefnilega þetta fullkomna, græna dress.

Dressið fékk ég að gjöf frá nýrri verslun, Rokk & Rómantík. Þessi verslun opnaði einmitt á Laugaveginum í dag og er í raun systir verslunarinnar Kjólar & Konfekt! Það kann því ekki að koma á óvart að þar verða til sölu allskonar dásemdar flíkur. Ég get allavega ekki beðið eftir að kíkja í heimsókn!

bloggþrju

Dressið samastendur af buxum og jakka(?), en auðvitað er líka hægt að nota flíkurnar í sitthvoru lagi.

Já og ég er ekkert sérstaklega góð í að sitja fyrir… en þið vissuð það nú alveg.

bloggeitt

Mér líður svolítið eins og galdrakarli á leiðinni á diskótek og ég fíla það. Buxurnar eru vel útvíðar, uppháar og ótrúlega þægilegar. Strengurinn á þeim gefur smá ‘aðhald’, sem er mjööög mikill kostur. Allavega fyrir manneskjur sem gengu eitt sinn með 5kg einstakling í bumbunni og hafa ekki alveg jafnað sig síðan.

Jakkinn er með víðum ermum og bandi í mittið. Ótrúlega fallegur!

bloggtvö

Skórnir mínir eru frá Bershka og sokkarnir frá Monki.

blogg4

Það sést kannski ekki vel, en í dag notaði ég nýja NYX Professional Makeup pallettu á augun. Sú heitir In Your Element – Fire og ég er sjúk í hana! Fylgist með á instagram (birnamagg) ef þið viljið sjá fleiri lúkk með henni. Á vörunum er ég svo með Nude Potion varalitinn frá Ofra.

xx