Þegar maður vill ekki vera allsber á meðgöngu…

Þegar maður er stútfullur af barni eða börnum getur verið erfitt að finna eitthvað til að klæða sig í á morgnana. Eftir góðar undirtektir á snapchat ákvað ég að skella í þessa bumbu-bloggfærslu. Mig langar að sýna ykkur þær flíkur sem mér finnst nauðsynlegt að eiga á meðgöngunni og hafa endalaust notagildi.

Ekki misskilja mig! Suma daga finnst mér allt í lagi að líta út eins og rúllupylsa eða partýtjald! En ef ég er að fara að bæta í fataskápinn á annað borð vil ég fyrst og fremst eiga föt sem eru þægileg, falleg, praktísk og kosta ekki handlegg.

Þar sem ég bý fjarri öllum búðum er flest af þessu eitthvað sem ég hef fundið á Asos, en linkarnir eru fyrir neðan textann.

basics

MEST nauðsynlegt (að mínu mati!)

Góðar gallabuxur finnst mér möst, því þær passa við allt. Passið ykkur bara að máta (ef þið getið!), því sniðin eru mjög misjöfn.

Ég á nokkra svona víða hlýrakjóla (ekki meðgöngu) sem ég nota óspart þessa dagana. Það er auðvelt að nota þá sem “framlengingu” á efri parta og para við sokkabuxur eða leggings.

Talandi um sokkabuxur! Meðgöngusokkabuxur finnst mér algjörlega nauðsynlegar, því það er fátt leiðinlegra en að vera stanslaust að laga þessar sem rúlla niður bumbuna eða skerast inn í hana. Ég á slatta af víðum kjólum sem ég get notað áfram og þá koma þær að góðu gagni.

Verandi mjög lítil leggingskona hljómar þetta eflaust furðulega, en ég bjó í leggings á fyrri meðgöngunni. Sjá mynd/sönnungargagn.

leggingsdauðans

Það stefnir í eitthvað svipað núna, en það er bara eitthvað svo stórkostlega þægilegt við það að skella sér í leggings sem ná yfir bumbuna og til dæmis síða, þykka peysu yfir. Þessar fékk ég í H&M.

Gallabuxur 

Hlýrakjóll 

Sokkabuxur 

Leggings 

 

boooooobs

BRJÓST!

Það er bráðnauðsynlegt að huga vel að þessum júllum á meðgöngunni og eftir fæðingu. Þær eiga það til að stækka um helming, minnka svo aftur, stækka aftur og ég veit ekki hvað og hvað.

Á fyrstu vikunum bjó ég í þægilegum toppum. Þessir 2 í pakka frá Asos björguðu mér alveg og ég gat sofið í þeim líka.

Þegar þau hættu svo að vera sjúklega aum, (Já, ég er ennþá að tala um brjóstin á mér… þetta eru bara brjóst.) nældi ég mér í nokkra haldara (þessa á myndinni), en líkt og á fyrri meðgöngu ákvað ég að taka gjafahaldara strax. Þeir eru yfirleitt með mjög þægilegu sniði og það er mikið praktískara að eyða peningum í þá heldur en “venjulega” haldara sem munu síðan kannski verða of stórir að meðgöngu lokinni. En brjóst eru auðvitað allskonar, þetta er bara það sem hefur hentað mér best.

Toppar 2 í pakka

Gjafahaldarar 2 í pakka 

Gjafahaldari

 

fínerí

Fallegt dót!

Í leit minni að fatnaði fyrir óléttar konur hef ég komist að því að þær eiga bara að vera í krúttlegum fötum með blómamynstri árið 2018. Ég mótmæli þessu! Mig langar að halda áfram að vera ég þó að ég sé að baka börn.

Á óskalistanum eru oversized bolir og bolakjólar sem ég gæti notað áfram eftir meðgöngu. Ég keypti mér beltið með keðjunum á Asos um daginn og er gjörsamlega ástfangin af því. Ég get notað það fyrir ofan bumbu, við síðar peysur, skyrtur, boli og kjóla. Þetta er fylgihlutur sem ég get hiklaust notað áfram. Ég fæ alltaf smá hroll þegar ég hugsa um svona mittis-beltatísku (fæ flashback til ca 2007, þegar allir voru með teygjubelti með gullsylgju), en ef beltið er nógu flott kemst maður upp með þetta! Svo er bara um að gera að nota skart og fylgihluti óspart við annars látlausar flíkur.

P.S. Ég áttaði mig ekki á því að Vero Moda beltið væri úr ekta leðri fyrr en ég skrifa þetta, en eins og einhverjir vita er ég er hætt að versla svoleiðis. Á Asos eru samt til nokkur ‘faux leather’ belti, líkt og þetta með keðjunum.

Belti með keðjum

Bolakjóll

Oversized netabolur

Belti

 

á leiðinni

Á leiðinni til mín…

Eru þessi pils, 2 í pakka. Ég sé fyrir mér að ég geti gyrt t.d. rúllukragabolina mína ofan í (eins og skutlan á myndinni), eða jafnvel hent víðum hljómsveitabolum yfir. Annað pilsið er úr pleðri, ábyggilega ekkert rosalega slitsterkt, en ég náði þessum á útsölu.

Ég hef grátið allar netasokkabuxurnar mínar mikið síðan bumban stækkaði, en ég rakst á þessar meðgöngu-netasokkabuxur á Asos! Þvílík snilld. Þessar verða mikið notaðar.

Loks varð ég að splæsa í þessar leður-lúkk buxur. Ég geng mikið í gervi-leðurbuxum venjulega og fannst eitthvað vanta í fataskápinn núna. Snilldin við þessar er að eftir meðgöngu er hægt að taka bumbuteygjuna af og nota þær áfram! Ég náði heldur betur að réttlæta þessi kaup.

Pils 2 í pakka

Netasokkabuxur

(Gervi)leðurbuxur

Vonandi hjálpaði þessi færsla amk einni óléttri konu sem á í vanda með að finna á sig spjarir!

xx