Lindex netleiðangur! …Fyrir bumbu og börn.

Um daginn skrifaði ég um flíkur sem gott er að eiga á meðgöngunni. Það kom mér skemmtilega á óvart að sú færsla er með þeim mest lesnu síðan ég startaði þessu bloggi árið 2014! Hvern hefði grunað það?

Flíkurnar sem ég minntist á voru flestar fáanlegar á Asos, sem er mjög hentugt fyrir mig, sem kemst ekki oft í búðaráp.

Það gladdi mig þar af leiðandi mjög mikið þegar ég sá að Lindex á Íslandi hafa nýlega opnað vefverslun, en þar er bæði hægt að kaupa dömu- ( þar á meðal meðgöngu-!) og barnafatnað. Mér datt í hug að tína saman nokkrar sniðugar flíkur úr MOM línunni. Þegar ég var svo komin á síðuna ákvað ég auðvitað að kíkja á barnafötin líka.

lindexpreggers

 

Þessir ‘basic’ bolir koma í hvorki meira né minna en 9 litum! Mitt stærsta vandamál þessa dagana er einmitt að finna efri parta sem ná niður fyrir bumbuna! Bolirnir fást hér.

Þessi hlýrabolur er bara eitthvað of sætur. Væri góður við galla- eða leðurbuxur.

Svarti kjóllinn er látlaus og fallegur, pottþétt svona flík sem hægt er að klæða upp og niður með fylgihlutum. Svoleiðis er nauðsynlegt á meðgöngunni! Kjóllinn fæst hér.

Þessir gjafahaldarar virka mjög þægilegir og koma 2 saman í pakka. Hér.

Gallaleggings eru frábær hversdagsflík og mér sýnist þær meira að segja vera með alvöru rassvösum! Þori ekki að ábyrgjast neitt samt! – þessar fást hér.

Svo er um að gera að hlaða á sig fylgihlutum! Ég er voða skotin í þessum eyrnalokkum og sólgleraugum.

 

lindexbébé

Barnafötin frá Lindex þekki ég mjög vel. Ég hef ennþá ekkert keypt á tvíburana(!), ég er greinilega ekki að flýta mér eins mikið og á síðustu meðgöngu. En stærstur hluti af fötunum hennar Kötlu var úr Lindex þegar hún var ungabarn og stór hluti ennþá.

Þessar peysur heilluðu mig upp úr skónum þegar ég kíkti í búðina um daginn. Ég myndi ábyggilega velja sitthvorn litinn fyrir stelpurnar. Af hverju er allt með eyrum svona krúttlegt? Fást hér.

Smekkir, 3 saman í pakka á góðu verði – Hér.

Sett, bolur og leggings – Hér

Bikerjakki! – Katla átti einmitt svoleiðis frá Lindex þegar hún var pínupons! Hann hangir ennþá uppi, af því bara! Fæst hér.

Þessi skyrta er ótrúlega falleg og á hálfgerðum gjafaprís! – Hér

Samfellurnar frá Lindex eru þær allra bestu að mínu mati. Þær voru einu samfellurnar hennar Kötlu sem héldu sér í þvotti! Grínlaust. Mjög slitsterkar og oft til með mjög fallegu mynstri. Það er líka frábært að geta nýtt sér 3 fyrir 2 tilboðið hjá þeim af völdum samfellum (og mörgu fleiru reyndar!). Röndótt samfella – hér.

Það sem ég gerði langa leit að samfellu með fallegum kraga fyrir 5 árum síðan! Ég mun tryggja mér eintök með góðum fyrirvara núna. – Hér.

Ég lofa að fara að blogga um eitthvað annað en meðgöngu- og barnastöff! Inn á milli allavega 😉 Svo getið þið alltaf fylgst með meiköppi á instagram – birnamagg.

xx