Flipp gærdagsins!

Í gærmorgun vaknaði ég og ákvað ég að leika mér með krullujárn sem ég er búin að eiga og elska í örugglega 2 ár, ROD VS10 frá HH Simonsen. Úr varð einhverskonar fuglahræðulúkk, en ég fílaða! Út frá því langaði mig að skella í smá ‘grunge’ förðun við. Sem betur fer þurfti ég ekki að sækja á leikskólann þann daginn.

IMG_20180307_142633_436IMG_20180307_142633_439

curly

Á augun byrjaði ég á að nota Jumbo Pencil í Black Bean frá NYX Professional Makeup. Yfir hann notaði ég Melt cosmetics augnskugga og til að fullkomna ‘vænginn’ notaði ég LASplash Art-ki-tekt eyelinerinn minn. Hann er með þeim bestu!

NYX vörurnar fáið þið í Hagkaup í Kringlunni og Smáralind, Melt Cosmetics á https://www.meltcosmetics.com/ og eyelinerinn góða hjá Haustfjörð.is.

Á varirnar notaði ég glimmervaralit frá Kat Von D í litnum Wizard, en Kat Von D Beauty eru farin að senda til Íslands! – https://www.katvondbeauty.com/

Ég var ekkert að spara kinnalitinn, en ég blandaði saman 2 góðum úr NYX Sweet Cheeks kinnalitapallettunni. Svo notaði ég Alchemist pallettuna frá Kat Von D í highlight, líka yfir miðjar varirnar.

Ég er búin að fá mikið af spurningum út í hárlitinn minn upp á síðkastið, en ég er búin að vera að nota nokkra dropa af Virgin Pink frá Arctic Fox út í hárnæringuna mína. Grunnurinn minn er svolítið út í ferskjulitaðan, svo úr verður einhvernveginn peachy-bleikur tónn. Arctic Fox hef ég notað í mörg ár og pantað í gegnum krókaleiðir, en í þetta skiptið sá ég að hægt er orðið að fá litina hjá Deisymakeup.

Hér sjáið þið svo sölustaði HH Simonsen á landinu – http://bpro.is/page/hh-simonsen-solustadir

IMG_20180307_164317_878

Jakkinn minn er frá Zara og skyrtan frá Reserved í London. Loftið sem ég andaði að mér var ókeypis.

xx