Draumahús í Bláskógabyggð!

Í vikunni fyrir páska fórum við Toggi og Katla í smá frí með fjölskyldunni minni um suðurlandið. Sem er kannski ekki frásögu færandi, nema það að seinna húsið sem fjölskyldan tók á leigu heillaði mig algjörlega upp úr skónum. Fyrir “DIY- og decor” perverta eins og mig sjálfa var einstök upplifun að dvelja þarna og mig langaði bara ekkert að fara aftur heim! Ég hefði amk viljað dvelja nokkrum dögum lengur og stefni á að koma aftur þangað seinna.

Inni í húsinu hefur verið pælt í hverju einasta smáatriði. En þetta er gamalt, steypt hús í Bláskógabyggð (10 km frá Geysi) sem hefur nýlega verið mjög fallega uppgert að innan.

Stíllinn er frekar hrár og ‘industrial’, sem passar vel við umhverfið í kring, en langt frá því að vera kuldalegur. Þarna fór mjög vel um okkur. Við vorum 8 saman, 7 fullorðnir og eitt barn, en svefnherbergin eru 4 talsins og húsið á 2 hæðum.

Toggi var heillaður af eldhúsinu, enda var þar allt til alls og meira til! Ég er búin að lofa að gefa honum svona eldavél seinna.

Þetta eru líka með betri gistihúsarúmum sem ég hef sofið í! Kærkomið fyrir konu með tvo æsta einstaklinga í bumbu.

Myndir segja meira en þúsund orð og ég ætla að hætta að blaðra!

KUJICAM_2018-04-05-14-35-39_developedKUJICAM_2018-04-05-14-35-56_developedKUJICAM_2018-04-05-14-36-05_developedKUJICAM_2018-04-05-14-36-08_developed

KUJICAM_2018-04-05-14-36-13_developedKUJICAM_2018-04-05-14-36-17_developedKUJICAM_2018-04-05-14-36-22_developedKUJICAM_2018-04-05-14-36-29_developed

KUJICAM_2018-04-05-14-36-36_developedKUJICAM_2018-04-05-14-36-52_developedKUJICAM_2018-04-05-14-37-00_developedKUJICAM_2018-04-05-14-37-04_developed

KUJICAM_2018-04-05-14-37-09_developedKUJICAM_2018-04-05-14-37-12_developedKUJICAM_2018-04-05-14-37-15_developedKUJICAM_2018-04-05-14-37-18_developedKUJICAM_2018-04-05-14-37-21_developed

Fyrir áhugasama eru frekari upplýsingar hér: https://www.airbnb.is/rooms/14973657

xx