Óskalisti fyrir sumarið! CRUELTY FREE og VEGAN snyrtivörur!

sumarmoodboard

SUMAR-snyrtivörur eru fyrir mér léttar, auðveldar í notkun og endingargóðar. Ég veit að það snjóaði í gær. En ég var byrjuð á þessari færslu í fyrradag!

Fyrir þá sem ekki vita, þá hef ég notað Cruelty Free snyrtivörur í um eitt og hálft ár núna. Þ.e.a.s. vörur sem eru undir engum kringumstæðum prófaðar á dýrum. Ósjálfrátt hefur það leiðst út í áhuga á vegan vörum, þó svo að ég noti þær ekki eingöngu. Ég ákvað að taka saman Cruelty Free vörur (og flestar vegan líka!) sem eru ofarlega á óskalistanum mínum fyrir sumarið og/eða ég hef góða reynslu af. Ég ætla ekkert að skafa utan af því, þessi færsla var extra erfið í vinnslu! Það að finna vegan lista hjá hverju og einu merki eða fara yfir innihaldsefni er ekki góð skemmtun. EN það kom mér þó skemmtilega á óvart hversu mikið af þeim vörum sem ég nota eru vegan. Með fyrirvara um mannleg mistök, hér kemur lesningin! Fáið ykkur tebolla á meðan.

PSST það eru beinir linkar á vörurnar þar sem á við!

 

F Ö R Ð U N A R V Ö R U R

sumarmakeup

NYX professional makeup 3-in-1 brow pencil (CRUELTY FREE + VEGAN)

Ég elska svona ‘multi’ vörur! Ég er búin að nota þennan augabrúnablýant í nokkrar vikur og get hiklaust mælt með honum. Á honum er líka augabrúnapúður og litað gel. Fæst í Hagkaup í Kringlu og Smáralind í nokkrum litum.

MILANI – Retouch + Erase concealer (CF)

Vegna þess að ég nota léttari farða á sumrin, þá finnst mér góður hyljari nauðsynlegur á einstök svæði. Þessi er einn af mínum uppáhalds! Fæst á Haustfjord.is

FIRST AID BEAUTY – Hello FAB skin tint (CF + VEGAN)

Talandi um léttari farða. Þennan hef ég ekki prófað, en hef augastað á. Þessi farði (eða “skin tint”) er mjög léttur, en jafnar húðlitinn aðeins út. Hef heyrt góða hluti! Fæst hjá fotia.

RMS BEAUTY – Signature set – Pop collection (CF + ORGANIC)

Þessi palletta öskrar bara LJÓMI! Í henni er allt sem þarf fyrir ‘dewy’ og náttúrulegt lúkk. 5 kremkenndar vörur sem smellpassa ofan í veskið. Bronzer, highlighter, 2 litir sem hægt er að nota bæði á varir + kinnar og varasalvi/”krem” f. andlit. Þessi vara er mjög ofarlega á óskalistanum! Fæst á mstore.

NABLA – Créme shadow – Dandy (CF + VEGAN)

Kremaugnskuggar eru eitthvað sem ég gríp mjög oft í á sumrin. Það er fljótlegt að bera þá á og margir hverjir tolla þeir vel á augnlokunum í gegnum daginn. Nabla kremaugnskuggarnir eru einmitt vatnsheldir og koma í mörgum fallegum litum. Dandy er sá sem ég er mest skotin í fyrir sumarið! Sé hann fyrir mér með maskara við bjartar varir. Fæst hjá Nola.

LITTLE ONDINE Naglalökk – (CF + VEGAN)

Þessi lökk hef ég prófað og langar að eignast í flippuðum litum fyrir sumarið. Þetta eru svokölluð ‘peel-off’ naglalökk. Innihaldsefnin hljóma töluvert betur heldur en í mörgum öðrum naglalökkum og litavalið er endalaust. Fást hjá Fotia.

NYX Professional makeup duo chromatic lip gloss – (CF + VEGAN)

Glossar eru búnir að ýta möttum varalitum í burtu og koma mjög sterkir inn í sumarið. Þessir eru sérstakir af því leytinu til að þeir eru ‘duo-chrome’, þ.e.a.s. litirnir breytast eftir því hvernig ljósið fellur á þá. Spennandi! Fást í Hagkaup í Kringlu og Smáralind.

MILANI prime protect spf 30 face primer (CF + VEGAN)

Fyrir tilviljun rak ég augun í þennan primer. Ég hef prófað marga primera frá Milani og ég held að ég geti sagt í fullri hreinskilni að ég fíla þá alla. Þessi er með SPF 30 og þess vegna fannst mér tilvalið að hafa hann með! Fæst á Haustfjörð.is.

 

H Ú Ð   O G   H Á R

sumarbody

THE BODY SHOP – Mango Body Yogurt + Mango Body Mist (CF + VEGAN)

Body Yogurt er ný vara hjá The Body Shop og er ofarlega á óskalistanum mínum. Þetta er létt formúla sem gengur mjög hratt inn í húðina. Það er pottþétt algjör snilld fyrir tvíburamömmur sem þurfa að hoppa beint í föt eftir sturtu! Body Mistin þekki ég vel, en mér finnst frábært að geta parað saman lotion og mist í sama ilmi. Mangó er alltaf uppáhalds á sumrin og ég þarf að fara að endurnýja! Fást í verslunum The Body Shop.

WHITETOBROWN Self tanning lotion – (CF)

Ég fer ekki í sólböð! Ég tek yfir höfuð ekki lit í sól og vil líka hlífa húðinni minni. SPF 50 er besti vinur minn! En stundum langar mig að vera smááá brún. White to brown hef ég prófað í spreyformi (frábær vara!), en ekki kremið. Nú eru vörurnar fáanlegar á Haustfjord.is, sem er snilld fyrir landsbyggðarpakk eins og mig!

HAIRBURST Eyelash growth serum – (CF + VEGAN)

Ég er búin að fara fram og til baka í nokkrar vikur um hvort ég eigi að skella mér í augnháralengingu eða ekki. Mig langar mikið að slá til, en er ekki viss um að ég muni hafa tíma til að halda henni við! Ég rak augun í þetta serum og það myndi sennilega ekki saka að prófa! Fæst á Alena.is.

MARIA NILA Colour Refresh – (CF + VEGAN)

Undir öllum litaskolunum sem ég skelli reglulega í hárið er ég með aflitaðan grunn. Hárið mitt er fljótt að upplitast í sólinni og ég hugsa að það væri sniðugt að eiga vöru eins og Colour Refresh í sturtunni til að skella í við og við. Pearl silver og Sand eru litir sem myndu henta mér akkúrat núna (blandaðir saman jafnvel), en svo eru líka til skemmtilegir litir eins og bleikur og blár. Hér er listi yfir sölustaði Maria Nila.

REAL PURITY Deodorant stick – (CF + ORGANIC + VEGAN)

Síðast en ekki síst er ég með svitalyktareyði á listanum. Só? Þessir bara hljóma eitthvað svo vel. Innihaldsefnalistinn er ótrúlega stuttur, en ég mæli með því að þið kynnið ykkur hvað er í svitalyktareyðunum ykkar. Það geta verið ótrúlegustu hlutir. Grapefruit & pepper höfðar mest til mín, en það eru til fleiri ilmir. Svo sakar ekki að þeir eru til í 2 stærðum! Þessi er snilld í töskuna. Fæst hjá Nola.

 

Gleðilegt jólasumar!

xx