Ég hef ákveðið að svara gífurlegum fjölda áskoranna (6) og byrja að blogga á ný. Ég var hvött til þess að opna makeupblogg, en þar sem ég efast stórlega um að ég geti einungis haldið mig við eitt umræðuefni vil ég ekki lofa því. Flestir sem þekkja mig vita að ég hef gert þetta nokkrum sinnum áður á síðastliðnum 10 árum, þ.e.a.s tekið bloggrispur hér og þar um veraldarvefinn. Í tilefni þess að birnamagg.com áskriftin mín er nýrunnin út er þetta náttúrulega stórfínt uppátæki (!). Hver veit nema ég fjárfesti í henni aftur. Ég ákvað að nota wordpress í þetta skiptið, en svo er alveg týpískt fyrir mig að færa mig annað eftir 3 daga. Prófum þetta!

Ég er ekki viss um að ég geti sett þetta blogg undir einhvern sérstakan hatt. Það verður að koma í ljós með tímanum. Ég gæti tekið upp á því að blogga um geitur eftir 2 mánuði, en þá verður lífið  mitt farið að snúast meira um þær og minna um makeup. Barnið mitt þykir mér líka mjög fallegt og skemmtilegt (ekki síður en geiturnar) og þætti mér afar ólíklegt að það yrði útundan. Nýi kjóllinn, kærastinn (þetta er ekki í neinni sérstakri röð), maturinn minn og skartgripagerðin munu sennilega fá sitt pláss líka.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.

Hér eru tvær makeupmyndir til að friða þá sem óskuðu eftir þeim!

P.S. Bloggið heitir ‘Rass’ í augnablikinu, en nafnið þarf ekki að endurspeglast í skrifum mínum. Hver veit samt…

Photo on 15-02-14 at 19.05 #4

Photo on 09-03-14 at 18.03 #3

-Birna

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: