Óskalistinn

Langar ykkur ekki alveg ótrúlega mikið að vita hvaða hluti ég þrái afar heitt þessa stundina?

P.S. Ég verð þrítug eftir rúman mánuð. Hinthint!

mynd1

Ef þið hafið fylgt mér í einhvern tíma vitið þið kannski að Blood Milk skartið er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Trúlofunarhringurinn minn er einmitt úr þeirra smiðju, en skartið er handgert eftir pöntunum. Hver einasta lína frá þeim gerir mig svo spennta að það hálfa væri nóg. Núna eru það snákar, köngulær, sporðdrekar og fleira. Er til eitthvað meira ‘ég’?

mynd2

MYRKA er íslensk hönnun sem heillaði mig upp úr skónum á núlleinni. Fötin eru skemmtileg blanda af streetwear og ævintýralegum prentum, innblásnum úr náttúrunni. Pælingin á bakvið þessa peysu er frábær, en þið getið lesið meira um hana hér.

Nýlega tók ég þá ákvörðun að hætta að kaupa föt og skó úr ekta leðri. Ég verð að viðurkenna að það er ekki úr mörgu að velja lengur. Ég á erfitt með að finna skó sem mér finnst flottir og ég veit að eiga eftir að endast. Current Mood býður samt upp á ágætis úrval af vönduðum vegan skóm og ég er búin að horfa á þessa í nokkrar vikur.

 

mynd3

Eitt af mínum stærstu áhugamálum er að safna fallegum hlutum sem hægt er að hengja upp á vegg. Draumahúsið mitt lítur þannig út að það sést ekki í litinn á veggjunum, en ég er ekki viss um að Toggi sé sammála mér.

Ég rakst á ljósmyndarann Marcin Nagraba á instagram um daginn og hreinlega verð að eignast prent af myndunum hans. Myndirnar eru dimmar og ævintýralegar, en hann notar mömmu sína mikið sem fyrirsætu og klæðir hana í fallegustu búninga sem ég hef á ævinni séð. Marcin er ekki með vefverslun, en hægt er að senda honum skilaboð á instagram til að kaupa prent.

mynd4

Fyrir einhverju síðan komu Seletti lamparnir í sölu hjá Hrím. Apalamparnir eru æðislegir, en þessar litlu mýs heilla mig meira. Mýsnar seldust upp eins og heitar lummur, en mér skilst að það sé von á þeim aftur í bráð.

UPPFÆRT 06.07: Lamparnir eru mættir í hús!

xx

Advertisements

Smashbox test!

Á dögunum fékk ég að gjöf nokkrar vörur frá Smashbox til að prófa. Smashbox var nýlega bætt við á Cruelty Free listann hjá Logical Harmony, en þá síðu styðst ég mjög mikið við.

smashhhhhhh

Ég hafði ekki notað mikið annað frá merkinu áður heldur en primera og varaliti, en ég get með sanni sagt að ég er hoppandi kát með þær vörur sem ég fékk sendar. Ég veit að ég á eftir að koma til með að nota þær allar mjög mikið og er strax búin að nota þær í nokkur makeup lúkk á instagram og snapchat.

20170625-1802620155-01

Guli liturinn er úr Cover Shot ‘Bold’ pallettunni Hún innhiheldur 6 matta (litsterka!) augnskugga og tvo aðra með shimmer áferð. Undir augnskuggann notaði ég hvíta lid primerinn, en hann lætur litina poppa ennþá meira. Á vörunum er ég svo með nýja uppáhalds varalitinn minn, Chill zone. Hann er í liquid-to-matte formúlu og ég elska allt við hann! Þið þekkið eflaust ást mína á gráum varalitum. 😉

IMG_20170620_135222_205

Hér notaði ég rauða og appelsínugula litinn úr Bold pallettunni og lit úr Golden Hour pallettunni (sjá mynd líka) á mitt augnlokið. Undir þetta notaði ég Lid Primer í Dark, en hann er svona “ryð-brúnn” eins og ég myndi kalla það.

Ég hlakka til að prófa meira af þessum skemmtilegu vörum. Ef þið viljið sjá þær ‘in action’ skuluð þið endilega fylgja mér á instagram og youtube.

xx

NYX Nordics face awards 2017 vídjóblogg!

Fyrir viku síðan fór ég í stutta, en stórskemmtilega ferð til Stokkhólms í boði NYX á Norðurlöndunum.

Eins og flest ykkar kannski vita, þá tók ég þátt í face awards keppninni í fyrra og endaði í topp 5. Núna fékk ég að fara sem áhorfandi, sem var ekki síður skemmtilegt. Í ár var viðburðurinn umfangsmeiri og minnti mikið á keppnina í Bandaríkjunum. NYX heldur bestu partýin, það er bara þannig! Þetta var klárlega sá flottasti viðburður sem ég hef verið viðstödd. Auk mín fóru tveir snillar, Erna Hrund hjá NYX og Lilja Þorvarðar, sem var í topp 30 í ár.

Ég var auðvitað með myndavélina á lofti og klippti smá myndband svo þið gætuð fengið smjörþefinn af þessu ævintýri. Ég hvet að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga á förðun til að taka þátt að ári!

Ég læt fylgja nokkrar myndir, en það var ‘full glam gala’ dresscode og allir í sínu fínasta pússi.

 IMG_20170618_220406_253

Samfestinginn fékk ég í Galleri17, jakkinn er vintage og skórnir frá Jeffrey Campbell.

19144089_10158945100710249_8796876538001705055_oDSC_0183

Skiljið eftir þumal eða athugasemd við myndbandið ef þið eruð í stuði!

xx