Í dag fengum við langþráða heimsókn. Sara Eik, Hákon Frosti og Snjólfur Atli kíktu á okkur, en við vorum að hitta Snjólf Atla í fyrsta sinn. Sara hitti Kötlu Eldeyju þegar hún var nokkurra daga gömul, en svo höfum við bara ekkert sést í heila óléttu og tæpa 6 mánuði 🙂 Svona geta vegalengdirnar verið langar á litla Íslandi. Katla Eldey er fædd í janúar 2013 og Snjólfur Atli í október, svoleiðis að þau eru jafnaldrar, en bilið er svolítið langt ennþá 🙂 Katla Eldey tók á móti þeim litla með kossum og knúsum. Við hlökkum til að hitta þau meira í sumar 🙂
Sunnudagsstuð

Leave a Reply