Síðasta haust varð ég heilluð af freedom system colour play varalitunum í inglot og fjárfesti í nokkrum óhefðbundnum litum. Liturinn sem ég hef samt notað langmest er sá hvíti! Ég keypti hann í þeim tilgangi að lýsa upp hina litina og í raun og veru hvaða varaliti sem er.
Ég ákvað að leika mér aðeins með 3 af uppáhalds Color crush varalitunum mínum frá Body shop og búa til ljósari liti úr þeim. Þetta geri ég með því að dúmpa örlitlu af hvíta litnum yfir þá með puttanum og blanda vel. Súper einfalt og þú eignast allt í einu grilljón varaliti í viðbót! Eini gallinn er að þetta er ekkert rosalega sniðugt til lengri tíma, þ.e.a.s ekki praktískt í veskið, en hey! Whatever. Ég er varalitasjúk og get endalaust leikið mér með að para saman varaliti og blýanta. Í augnablikinu er ég reyndar svolítið eins og upplitað/tannkremslitað jólatré ef ég set á mig litsterkan varalit, en ég læt myndirnar flakka. Já og verið ekkert að spá í restinni af fésinu á mér. Það er algjör óþarfi! Enda hafði ég mig ekkert til fyrir ykkur.



Leave a Reply