Bloggaratagg!

Af því að dagurinn í dag fór í (misheppnaðar) vídjótökur ætla ég að svara nokkrum laufléttum bjútíbloggaraspurningum.

1. Would you rather lose all of your mascaras, eyeliners, lipsticks, and lip glosses or lose all of your palettes and eye shadows? Úff. Sko maskararnir og blýantarnir eru alls ekki það mikilvægasta sem ég á. Varalitirnir mínir eru heilagir, en ég held að ég væri fljótari að endurnýja þá heldur en palletturnar og augnskuggana, sem eru úr öllum áttum. Ég vel seinni ‘kostinn’.

2. Would you rather chop all of your hair off or never be able to cut it again? Taka það allt af! Hef þrisvar látið klippa á mig drengjakoll og ég er ekki með það dýrmætt hár í augnablikinu. Myndi ekki höndla það að geta ekki tekið neðan af því, þar sem ég er alltaf að aflita og það slitnar fljótt 🙂

3. Would you rather have a coral cheek or a pink cheek? Þar sem ég er frekar föl frá náttúrunnar hendi nota ég frekar bleikt heldur en ferskju. Ferskjulitaða nota ég samt mikið á sumrin.

4. If you had $1000 to spend, would you rather buy clothes or makeup? Makeup. Fyrir nokkrum árum hefði ég samt hiklaust sagt föt.

5. Would you rather apply lipstick as eyeliner, or eyeliner as lipstick? Ég geri oft hvoru tveggja, svoleiðis að mér finnst þetta bara ekkert flippað.

6. Would you rather only shop at MAC or Sephora? Ég verð að segja MAC, þar sem Sephora er ekki á Íslandi. En ef svo væri myndi ég að sjálfsögðu segja Sephora!

7. Would you rather only use one eyeshadow colour or one lip colour for the rest of your life? Augnskuggann held ég!

8. Would you rather wear winter clothes in summer or summer clothes in winter? Þessi er erfiður! Ég held ég segi sumarföt um vetur, ef ég þyrfti ekki að stíga fæti út. Annars geng ég í leðurjakka eða pels allt árið um kring, svoleiðis að ég veit ekki alveg hvaða ‘sumarföt’ ég ætti að grípa í.

9. Would you rather have dark nails or bright nails all year round? Dökkar! Það er meira ég. Dökkar eins og sálin í mér.

10. Would you rather give up your favourite lip colour or favourite eye product? Augnfarða! Held ég.

11. Would you rather only be able to wear your hair in a ponytail or messy bun? Messy bun.

12. Would you rather never be able to paint your nails again or never use lipgloss? Þessi er auðveld. Ég er ekki glossamanneskja, en ég hef varla séð neglurnar á mér berar í svona 17 ár.

13. Would you rather shave your eyebrows and have none at all or sharpie them in everyday? Mér finnst ekkert ljótara heldur en túss-augabrúnir, en augabrúnir af einhverju tagi eru nauðsynlegar . Pass?

14. Would you rather live without makeup or nail polish? Naglalakks. Þó svo að förðunarfræðingur úti í sveit sé svolítið gagnslaus er förðunarfræðingur án förðunarvara alveg gagnslaus.

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: