Gjafaleikur!

gjafaleikur

Ég er í gjafastuði og langar að hafa smá leik þar sem þið gætuð unnið smá bland í poka af vörum sem eru í uppáhaldi hjá mér.

Ég er búin að taka saman 2 pakka af Tanya Burr augnhárum, everyday flutter og stöku augnhárin. Ég hef sýnt ykkur báðar týpurnar í myndböndum og ég hreinlega elska þessi augnhár. Það er hægt að nota þau endalaust oft! Þessar týpur eru nokkuð safe, passa öllum. Það er hægt að prófa sig svolítið áfram með stöku augnhárin og þessi hálfu geta pimpað upp hvaða förðun sem er!

Neutrogena wash & mask er uppáhalds Neutrogena varan mín ever (fjallaði um hann ásamt fleiri vörum hér í gær) og hann á ég alltaf til. Mig langar endilega að deila þessari snilld með einhverjum öðrum! Það er hægt að nota hann sem hreinsi daglega og 5 mín maska 1x-2x í viku. Virkilega öflugur!

Ég pantaði mér Matte me frá Sleek í litnum Birthday suit (sjá mynd neðar!) og pantaði einn handa ykkur líka. Þessi litur er búinn að vera uppseldur lengi, ég reyndi meira að segja að fara allskonar krókaleiðir til að eignast hann, en beið svo bara stillt og prúð eftir nýrri sendingu hjá Haustfjörð. Hann sveik mig ekki! Þetta er fljótandi varalitur sem þornar alveg mattur, í svona ‘yourlipsbutbetter’ lit 🙂 Það er alveg bókað mál að þessi á eftir að vera ofnotaður.

Að lokum laumaði ég með naglalakki frá Kiko, en ég á meira en góðu hófi gegnir af gráum naglalökkum og áttaði mig á því í dag að ég hef aldrei notað þetta lakk! Formúluna þekki ég samt og hún er stórgóð. Smá auka!

Stórt er það ekki, en ég get lofað ykkur að þið munuð ekki verða svikin af þessum vörum!

Til þess að taka þátt þurfið þið að læka facebook síðuna mína og skrifa athugasemd undir þennan póst á facebooksíðunni minni! Það má vera broskall, bara ‘prump’ eða eitthvað. Svo má endilega deila, en það er ekki nauðsynlegt! Ég dreg svo úr athugasemdunum sunndagskvöldið 15.mars!

10990553_331365600406928_1658832722_n

Instagram mynd frá því í gær af matte me gaurnum. Hann er bjút!

xx

6 thoughts on “Gjafaleikur!

Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: