The Body Shop gúmmelaði!

Ég er oft spurð af fólkinu í kringum mig hvaða vörur frá The Body Shop ég noti mest, eða hvaða vara sé uppáhalds TBS varan mín. Þessari spurningu er mjög erfitt að svara. Líkams- og andlitsvörurnar sem ég nota eru eingöngu frá TBS og stór hluti af förðunarvörunum sem ég nota utan vinnu eru líka þaðan. Ég elskaði TBS löngu áður en ég fór að vinna þar og mun alltaf gera! Ég set kannski seinna inn færslu með öllu því sem ég kaupi aftur og aftur, en núna langar mig að deila með ykkur nýjustu uppáhöldunum mínum.

Image
Bláberjalínan er komin aftur, en í takmörkuðu upplagi. Það er svooo góð lykt af henni og svo inniheldur hún community fair trade innihaldsefni, sem er ekki verra. Ég nota skrúbba mjög mikið og þessi er nýi uppáhalds! Það eru bæði gróf og fín korn í honum (valhnetuskeljar og hindberjafræ) og þau gera sitt gagn. Með þessum er ég að bursta steindauðum húðfrumum af húðinni og örva blóðflæðið. Mér finnst hann líka mjög góður til að skrúbba í burtu restar af brúnkukremi. Hann inniheldur líka hunang og mýkir vel.
Image
Ég er háð þessu. Þetta body lotion inniheldur brasilíuhnetuolíu, shea butter og bláberjafræjaolíu. Ég kaus lotion frekar en butter, því það er auðveldara að blanda út í það brúnkukremi, sem ég geri frekar oft. Ég er líka ekki með neitt sérstaklega þurra húð og lotion er alltaf léttara en butter. Lyktin af mér er eins og ég hafi velt mér upp úr bláberjalyngi. Ég veit að það myndu ekki allir vilja lykta eins og bláber, en mér finnst það mjög gaman.
Image
Mig langar að drekka þessa sturtusápu sem er sápulaus og inniheldur hunang! Sem sagt ilmandi og mýkjandi unaður! Ég nota hana með baðlilju og þarf þess vegna bara svona 2 dropa í hvert skipti.
Image
Þessi gaur er algjör snilld og örugglega meiri snilld fyrir fólk með þurra húð. Þetta er serum-in-oil í E-vítamín línunni sem hentar öllum húðtýpum. Þú berð þetta á andlitið í hringlaga hreyfingum fyrir svefninn og vaknar 24 árum yngri og bjútifúl!
Nei en svona að öllu djóki slepptu er þessi vara að gera góða hluti. Hún er einstaklega rakagefandi, inniheldur fullt af hveitikími og skilar húðinni úthvíldri og frískri.
Ég er sjálf með blandaða/feita húð og var frekar skeptísk á að byrja að nota þetta, enda nota ég yfirleitt olíulausar vörur á andlitið. Mér fannst gjörsamlega tilgangslaust að fara að bæta við olíu, en ég ákvað samt að prófa í nokkra daga. Ég er með frekar ljót og djúp ör eftir bólur í kinnunum og ber olíuna einungis á þetta svæði. Ég er ekki frá því að ég sjái mun á áferðinni á húðinni á mér. Fyrir það fyrsta vakna ég alltaf mjúk eins og barnarass, því ég hef greinilega verið með smá yfirborðsþurrk og í öðru lagi er húðin ekki jafn grámygluleg og mér finnst hún virka sléttari. S-N-I-L-L-D!

Þetta átti nú ekki að vera svona mikil langloka, en ég er veik heima og hafði ekkert betra að gera.

…Það var reyndar að koma ný lína í TBS í síðustu viku, vineyard peach. Ég sé alveg fram á að þurfa að fjárfesta í þeirri línu áður en ég hætti að vinna og fer í sveitina.

Meira um TBS community fair trade: http://www.bitc.org.uk/our-resources/case-studies/body-shop-community-fair-trade

2 thoughts on “The Body Shop gúmmelaði!

Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: