Ég er oft spurð af fólkinu í kringum mig hvaða vörur frá The Body Shop ég noti mest, eða hvaða vara sé uppáhalds TBS varan mín. Þessari spurningu er mjög erfitt að svara. Líkams- og andlitsvörurnar sem ég nota eru eingöngu frá TBS og stór hluti af förðunarvörunum sem ég nota utan vinnu eru líka þaðan. Ég elskaði TBS löngu áður en ég fór að vinna þar og mun alltaf gera! Ég set kannski seinna inn færslu með öllu því sem ég kaupi aftur og aftur, en núna langar mig að deila með ykkur nýjustu uppáhöldunum mínum.
Nei en svona að öllu djóki slepptu er þessi vara að gera góða hluti. Hún er einstaklega rakagefandi, inniheldur fullt af hveitikími og skilar húðinni úthvíldri og frískri.
Ég er sjálf með blandaða/feita húð og var frekar skeptísk á að byrja að nota þetta, enda nota ég yfirleitt olíulausar vörur á andlitið. Mér fannst gjörsamlega tilgangslaust að fara að bæta við olíu, en ég ákvað samt að prófa í nokkra daga. Ég er með frekar ljót og djúp ör eftir bólur í kinnunum og ber olíuna einungis á þetta svæði. Ég er ekki frá því að ég sjái mun á áferðinni á húðinni á mér. Fyrir það fyrsta vakna ég alltaf mjúk eins og barnarass, því ég hef greinilega verið með smá yfirborðsþurrk og í öðru lagi er húðin ekki jafn grámygluleg og mér finnst hún virka sléttari. S-N-I-L-L-D!
Þetta átti nú ekki að vera svona mikil langloka, en ég er veik heima og hafði ekkert betra að gera.
…Það var reyndar að koma ný lína í TBS í síðustu viku, vineyard peach. Ég sé alveg fram á að þurfa að fjárfesta í þeirri línu áður en ég hætti að vinna og fer í sveitina.
Meira um TBS community fair trade: http://www.bitc.org.uk/our-resources/case-studies/body-shop-community-fair-trade
Oki þú seldir mér allt saman, ég þarf greinilega að fara í TBS! 😀
LikeLike
Hahah ljómandi! Þú munt ekki verða fyrir vonbrigðum 🙂
LikeLike