Undanfarna mánuði hef ég aðeins verið að dunda mér við að búa til varaliti. Ekki úr varalitarestum eða vaxlitum, heldur alveg frá grunni, þ.e.a.s úr olíum, bindiefnum ofl. Þetta er heilmikil nákvæmnisvinna, en maður þarf að læra í hvernig hlutföllum efnin vinna best saman. Það tók mig maaaargar tilraunir að gera lit sem er litsterkur, hefur góða áferð og tollir vel á. Þegar þetta loksins tókst hafði ég auðvitað gleymt að skrá hjá mér hvert einasta smáatriði sem ég gerði og þess vegna fór ég aftur á byrjunarreit. Litirnir sem ég bjó til eru litir sem fást ekki hvar sem er og eru því alls ekki allra, en ég læt fylgja með nokkrar myndir af skemmtilegum útkomum.
Það fá örugglega allir einn í jólagjöf næstu jól! Fer kannski að hafa litavalið aðeins hefðbundnara 🙂
Ókei, ég ÞRÁI bláa varalitinn!!!!
LikeLike
Ég stefni þá bara á framleiðslu! 🙂
LikeLike