MÍNIR varalitir!

Undanfarna mánuði hef ég aðeins verið að dunda mér við að búa til varaliti. Ekki úr varalitarestum eða vaxlitum, heldur alveg frá grunni, þ.e.a.s úr olíum, bindiefnum ofl. Þetta er heilmikil nákvæmnisvinna, en maður þarf að læra í hvernig hlutföllum efnin vinna best saman. Það tók mig maaaargar tilraunir að gera lit sem er litsterkur, hefur góða áferð og tollir vel á. Þegar þetta loksins tókst hafði ég auðvitað gleymt að skrá hjá mér hvert einasta smáatriði sem ég gerði og þess vegna fór ég aftur á byrjunarreit. Litirnir sem ég bjó til eru litir sem fást ekki hvar sem er og eru því alls ekki allra, en ég læt fylgja með nokkrar myndir af skemmtilegum útkomum.

Image
Svarbrúnn, mjög þekjandi, mjög lítill glans en samt ekki mattur.
Image
Sami litur
Image
Tveir mattir bláir. Urðu súper þekjandi og mjög mýkjandi um leið. Í ljósari litnum eru litlar glimmeragnir, sem sjást kannski ekki vel, en liturinn er samt alveg mattur.
Image
Sömu litir. Ég eitthvað bitur.
Image
Mjög kaldur fjólublár tónn. Varð svona semi shine, semi mattur.
Image
vínrauður, glansandi
Image
bicpennablár! alveg mattur
Image
fjólublár/plómulitaður, mattur.

Það fá örugglega allir einn í jólagjöf næstu jól! Fer kannski að hafa litavalið aðeins hefðbundnara 🙂

2 thoughts on “MÍNIR varalitir!

Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: