Mig hefur lengi langað að prófa OCC lip tar, sem er fljótandi varalitur, og nú varð draumurinn loksins að veruleika eftir smá netkaup erlendis frá.
Aðeins um OCC og lip tar:
OCC (eða obsessive compulsive cosmetics) var stofnað fyrir 10 árum síðan og einbeitti sér helst að airbrush vörum og varasölvum til að byrja með. Árið 2009 komu svo fyrstu ‘lip tars’ út á markaðinn og urðu strax mjög vinsælir. Síðan þá hefur litunum fjölgað og nokkrar útfærslur litið dagsins ljós. Upprunalega týpan er sem sagt ‘high pigmentation’ varalitur í túpu, með glansandi áferð.
OCC eru cruelty free og 100% vegan og nota þar af leiðandi ekki bývax, lanolin osfrv.
Liturinn sem ég keypi heitir Black Dahlia og er dimmrauður/oxblood og mjög fallegur. Hann virkar næstum því svartur í túpunni, en svo kemur rauði liturinn í ljós þegar maður ber hann á.

Þetta er mjög þekjandi formúla, en maður þarf að passa sig að bera hana jafnt á. Ég held reyndar að það eigi sérstaklega við um þennan lit. Ef maður vandar sig ekki og ef varirnar eru þurrar geta þær endað mjög flekkóttar. Þetta er mjög algengt vandamál með svona vínrauða liti. Það fylgir pensill með sem er mjög þægilegur í notkun. Áferðin er ekkert lík glossi, því hún er ekki klístruð. Svo er piparmyntulykt af honum! Pínu funky, en venst fljótt.
Einn galli við þennan gaur er að hann blæðir svolítið, enda ekki við öðru að búast þegar formúlan er svona fljótandi og ekki cherlega þykk. EN ég á frábæra vöru úr Body Shop sem kemur í veg fyrir þetta. ‘Lip line fixer’ er vax sem kemur í blýantsformi og maður dregur með því línu í kringum varirnar. Varaliturinn snarstoppar við vaxið og allir eru sáttir.
Annar galli er líklegast sá að það situr rosalega mikið af litnum eftir í vörunum, svoleiðis að það þarf að þrífa hann alveg sérstaklega af. Mér finnst þetta reyndar ekki neikvætt, því ég fíla svona ‘stained’ varir og nota oft varablek til að á þessu lúkki. Liturinn sem verður eftir er svona fjólubleikur og mjög fallegur að mínu mati 🙂
Þessi verður mikið notaður í sumar þó að fæstir myndu sennilega segja að þetta væri sumarlegur litur 🙂
Leave a Reply