Ef þið hafið ekki heyrt minnst á Demeter fragrance library áður, þá þurfið þið að kynna ykkur þá snilld núna. Þó ekki nema bara til að hneykslast á ilmunum sem merkið býður upp á.
Ég rakst á grein um þessa ilmi fyrir ári síðan ef ég man rétt, en nú hafa vinsældir þeirra aukist vegna þess að 100 þeirra eru komnir í sölu í Boots. lmirnir eru frekar ‘hreinir’, engar toppnótur eða svoleiðis vesen. Ef þú vilt lykta eins og píputóbak, þá bara lyktar þú eins og píputóbak. Hugmyndin var að hanna ilmi sem við þekkjum úr umhverfinu en tökum oft sem sjálfsögðum hlut. Ilmirnir eiga að vekja minningar og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. 95% innihaldsefnanna eru af náttúrulegum uppruna og ilmirnir innihalda ekki litar- eða bindiefni. Hægt er að fá ilmina í allskonar stærðum og gerðum, en þeir framleiða líka bað- og húðvörur.
Ég tók saman nokkra skemmtilega ilmi til að deila með ykkur. Þessir 12 eru á óskalistanum hjá mér, já, að öllu djóki slepptu. Hversu gaman væri t.d. að blanda saman marshmallow og bonfire?
…Svo rakst ég líka á nokkra áhugaverða. Ég meina.. hver vill ekki lykta eins og pizza?
…Funeral home? Ekki?
xx
Funeral home fo sho!
LikeLike