The Body Shop Chocolate box shimmer cube

Það er svolítið gaman að segja frá því að mest notaða ‘pallettan’ mín í gegnum árin er ábyggilega líka sú ódýrasta sem ég hef átt. Þetta er einn af shimmer kubbunum frá Body Shop og hann ber nafnið ‘Chocolate box’

the body shop

Þessi litli kubbur inniheldur fjóra eigulega liti. Ljósastur er ‘Marshmallow’, sem er hlýr kampavínstónn. ‘Choc chip’ er grábrúnn, ‘Honeycomb’ er ljós kopartónn og sá dekksti heitir ‘Dark chocolate’ og er dökkbrúnn með koparlituðum undirtón. Þeir koma allir í sér boxi, svo hægt er að kippa þeim stökum með sér.

Möguleikarnir eru endalausir með þessum gaur. Litirnir eru allir mjög shimmeraðir, svoleiðis að þeir virka mjög fallega með möttum litum. Ég nota þá mikið blauta, en þá bleyti ég burstann, nudda honum í litinn og pakka honum svo á augnlokið. Það er mjög auðvelt að blanda þá þegar þeir eru þurrir, en blauta liti myndi ég alltaf bara nota yfir augnlokið sjálft.

Ég skellti í látlaust ‘halo’ auga, þar sem ég notaði eingöngu súkkulaðiboxið góða. Ég notaði þrjá liti úr boxinu og þetta tók ekki meira en 5 mínútur.

egeeÉg byrjaði á því að setja ‘Dark chocolate’ í innri og ytri augnkrók, svolítið klessulega, og blandaði það svo út. Síðan bleytti ég pensil og setti ‘Marshmallow’ blautan á mitt augnlokið. Næst mýkti ég samskeytin á milli litanna með örlitlu af ‘Choc chip’ í burstanum. Að lokum setti ég smávegis blöndu af ‘Choc chip’ og ‘Marshmallow’ undir augað. Einfaldara gæti það ekki verið!

Það er vel hægt að stjórna litunum og það væri hægt að breyta þessu í dramatískari kvöldförðun með því að setja meira af þeim og kannski blautan eyeliner. Mig langaði bara að sýna ykkur eitthvað einfalt í dag sem krefst ekki mikilla útskýringa.

Bottom line = Súkkulaðiboxið er sniðugt fyrir þá sem mála sig kannski sjaldan, en langar að prófa sig áfram með þægilega liti og eitthvað sem er ekki allt of flókið.

Góða helgi!

xx

 

2 thoughts on “The Body Shop Chocolate box shimmer cube

Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: