Inglot freedom system – 5 mínútna smokey skref fyrir skref.

5 mínútna já. Eruð þið farin að taka eftir einhverju þema? 5 mínútna meiköpp er svolítið mikið ég upp á síðkastið. Eftir að ég eignaðist barn fattaði ég að það hafa víst ekki allir 2 klst til að hafa sig til (surprise!). Sturtuferðinar sem áður voru ekki styttri en klst, urðu að 5 mínútna lúxusstund. Að fara í sturtu eru forréttindi. Ég bara vissi það ekki.

En ég ætlaði alls ekki að tala um sturtuferðirnar mínar í dag, heldur um freedom system palletturnar frá Inglot.

inglot freedom system palette

Ég kynntist þessu systemi þegar Inglot opnaði verslun sína í Kringlunni í fyrra(vor?) og finnst það mjög sniðugt. Þarna getur þú raðað augnskuggum, varalitum og kinnalitum saman sjálfur og búið til þína eigin pallettu. Ég keypti mér nokkra flippaða augnskugga í fyrra vegna þess að mig vantaði svolítið af skærum litum í kittið mitt. Síðan hafa nokkrir varalitir og sitthvað fleira bæst við. Um daginn eignaðist ég 4 nýja augnskugga í mjög góðum litum. Ég ætla að sýna ykkur hvernig ég geri einfalt smokey með þeim. Þetta er nú ekki mjög djörf förðun (frekar en fyrri daginn), en ég skelli oft í eitthvað svipað þegar ég þarf að vera semi-fín á núlleinni.

inglot freedom system palette 2

Ég notaði pallettuna með brúnu tónunum á augnlokið og fyrir neðan augað notaði ég þennan fjólubláa, þrískipta.
smokey eye 1

Ég byrja á því að klessa dökkbrúnum augnblýanti á augnlokið. Ég nota stila smudge stick waterproof eyeliner og hann er minn uppáhalds í svona djobb. Næst dreifi ég úr honum með blenderbursta. Á þriðju myndinni er ég síðan búin að setja dekksta (grábrúna) litinn yfir u.þ.b. hálft augnlokið.

smokey eye 2

Næst set ég rauðbrúna litinn fyrir ofan hann og blanda þeim saman. Svo mýki ég skilin með því að setja smá af ferskjulitaða augnskugganum í blöndunarbursta, ber hann í glóbuslínuna og upp á augnbeinið. Hvíta litinn nota ég síðan til að blanda hann út. Á myndinni lengst til hægri er ég búin að setja augnblýant í neðri augnlínu og mýkja hann með puttunum. Ég nota hann sem grunn undir fjólubláa litinn.smokey eye 3

Ég blanda dekksta og miðjulitnum af þessum fjólubláu saman og set þá yfir blýantinn með blöndunarbursta. Næst set ég oft einhvern bjartan og fallegan lit (notaði  shroom frá mac) í innri augnkrókinn til að það birti aðeins yfir auganu og svo maskara.

rsgrgg

smokey 4

..og hér er ég með 5 mínútna smokey og bitchbros. Á vörunum er ég með color crush #220 frá Body Shop og Nyx buttergloss í maple blondie yfir. Risky blanda, en virkaði ágætlega.

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: