Þegar maður býr úti á landi er ekki alltaf hlaupið að því að versla jólagjafir. Ég tók saman nokkra bjútí-tengda hluti á allskonar verði sem ættu að geta komið mörgum í gott skap. Allavega svona glimmersjúklingum eins og mér!
Cacharel gjafakassi með mini ilmvötnum, Eyeliner frá Make Up Store í litnum sparkeling brown, ‘Lip switch’ gloss með holographic áferð frá Sigma, Sigma burstasett (limited! flýta cher!), Mardi Gras varalitapalletta frá Sleek, Silk’n Dual andlitshreinsitæki (hræódýrt), Babyliss curl secret (ég er reyndar sjálf hálf hárlaus núna, en þetta tól er algjör snilld fyrir hárprúðar!), Djúphreinsimaski frá Make Up Store, Naglalakk frá CoolCos.
Bylgjujárn frá Babyliss, Sleek augnskuggapalletta, Flowerbomb gjafakassi (það virðist aldrei neinn vilja gefa mér þetta ilmvatn, en ég krossa putta fyrir ykkur!), Make Up Store naglalakk í litnum ‘faisal’, Clarisonic Mia 2, Eye kandy glimmer (sko… það eru svo margir flottir litir að ég gat ekki gert upp á milli!), Dark Sienna varalitur frá CoolCos.
xx
Leave a Reply