Jólaneglurnar eru í boði Formula X. Ég sá mynd af þessu lakki, Alchemy, fyrir nokkrum vikum síðan og reddaði mér því frá Sephora í einum hvelli. Aðra eins dásemd hafði (og hef) ég ekki augum litið. Lakkið er gulllitað með fíngerðu glimmeri, fullkomið fyrir jólin.
Ég verð að passa mig að dáleiðast ekki af marglituðu glimmerögnunum. Ég er búin að setja það á mig svona 5x síðan ég fékk það og er ekki ennþá orðin leið. Stari bara eins og brjálæðingur.
Myndin gerir því í rauninni engan greiða, en þið hljótið samt að sjá hvað það er fínt! Sannkallað naglalakksporn.
Ég vil annars biðjast afsökunar á því hversu óvirk ég hef verið hér upp á síðkastið. Það kannast samt örugglega allir við desemberstressið og ég lofa að bæta ykkur þetta upp fljótlega. Er alls ekki hætt!
xx
That’s a lux manicure and bottle!
LikeLike
Geggjað lakk… hvar er hægt að fá svona? 🙂
LikeLike
Ég held að það sé uppselt í Sephora, en það er alltaf möguleiki á að fá það á Amazon og þar af leiðandi auðveldara að nálgast það 🙂 xx
LikeLike