Jólalakkið!

Jólaneglurnar eru í boði Formula X. Ég sá mynd af þessu lakki, Alchemy, fyrir nokkrum vikum síðan og reddaði mér því frá Sephora í einum hvelli. Aðra eins dásemd hafði (og hef) ég ekki augum litið. Lakkið er gulllitað með fíngerðu glimmeri, fullkomið fyrir jólin.
formula x alchemy nail polish

Ég verð að passa mig að dáleiðast ekki af marglituðu glimmerögnunum. Ég er búin að setja það á mig svona 5x síðan ég fékk það og er ekki ennþá orðin leið. Stari bara eins og brjálæðingur.

naglalakkkMyndin gerir því í rauninni engan greiða, en þið hljótið samt að sjá hvað það er fínt! Sannkallað naglalakksporn.

Ég vil annars biðjast afsökunar á því hversu óvirk ég hef verið hér upp á síðkastið. Það kannast samt örugglega allir við desemberstressið og ég lofa að bæta ykkur þetta upp fljótlega. Er alls ekki hætt!

xx

3 thoughts on “Jólalakkið!

Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: