Seaweed mattifying day cream – Olíulaus bjargvættur fyrir blandaða húð!

Ég hef lengi ætlað að fjalla um þetta krem á blogginu, en það er orðið svo fastur liður í rútínunni minni að ég tek eiginlega ekki eftir því lengur. Ég hef notað það í 5-6 ár núna (að undanskyldum örfáum hléum) með mjög góðum árangri og má þar af leiðandi til með að segja ykkur betur frá því.

seaweed mattifying day cream the body shop

Áhrifamesta innihaldsefnið í þessu snilldar kremi er þaraseyði unnið úr Bladderwrack þangi, en þangið sem The Body Shop notar vex villt í hreinum vötnum við suð-vesturströnd Írlands. Bladderwrack þang er stútfullt af vítamínum og steinefnum sem eru góð fyrir húðina og er notað í lækningarskyni við ýmsum kvillum. Japanir og Kínverjar hafa tröllatrú á þanginu, en það hefur átt stóran sess í mataræði þeirra í þúsundir ára. Það hefur mikla aðlögunarhæfni, kemur jafnvægi á blandaða húð og gefur henni raka án þess að innihalda neina olíu.

…En minna um þang og meira um krem!

Þrátt fyrir að heita krem er þetta ekki týpíska, hvíta, þykka kremformúlan sem við þekkjum. Ég myndi flokka það undir gel, en er þó ekki eins þunnt og klístrað og þau eru flest, heldur frekar hlaupkennt. Formúlan er rakamikil og gengur hratt inn í húðina. ‘Little goes a long way’ og þegar þú berð kremið á þig verður áferðin á húðinni silkikennd og alls ekki stíf. Það virkar kælandi og frískandi á heitum sumardögum og róandi á veturna. Ég er með viðkvæma, blandaða húð sem verður oft mjög pirruð, sérstaklega á hálsinum, en þetta slær alveg á allan kláða hjá mér. Ég verð yfirleitt þurr í kringum nefið og fæ umfram olíu á kinnar, höku og enni, en það gefur þeim svæðum raka sem þurfa og mattar hin svæðin.

the body shop seaweed mattifying day cream 2

Kostir að mínu mati:

*Heldur umfram olíu í skefjum án þess að þurrka húðina

*Stíflar ekki svitaholur

*Mattar húðina, sem gerir það að fullkomnum grunni undir farða

*Hefur léttan, fískandi ilm sem minnir á lykt af fínum spa vörum.

*Einnig fáanlegt með SPF, en ég nota það líka.

*Ekki prófað á dýrum.

*Hentar fyrir bæði kyn.

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: