Eigum við ekki fyrst að taka smá moment of silence og horfa á þessar umbúðir? Þær minna mig á einhvern djúsí kokteil.
L’Oréal skin perfection er lína ætluð til að vinna á þeim breytingum sem verða á húðinni á milli tvítugs og þrítugs. Á þessum aldri fær fólk oft minni svefn og er undir miklu álagi, sem bitnar oft á húðinni. Fyrstu ‘öldrunareinkennin’ geta gert vart við sig og þá vilja sumir fara að hugsa betur um húðina. Í línunni er dagkrem, serum, ‘perk-up’ krem (dregur úr þreytu), augnkrem og primer. Primerinn hef ég reyndar ekki rekist á hér á landi, en ég þarf kannski að leita betur.
Ég prófaði serumið og primerinn úti í París í haust, varð samstundis heilluð og viss um að þetta væri eitthvað fyrir mig. Ég eiginlega gleymdi þessari línu svo þangað til um daginn og keypti þá dagkremið og serumið.
Það sem dagkremið á að gera er að vinna á stressi og þreytu í húð. Það á að gera svitaholur minna áberandi (kemur sér vel fyrir gatasigti eins og mig), jafna litarhaftið og bæta ásýnd ójafnrar húðar. Um leið á það að gefa góðan raka í 24 klst. Dagkremið notast daglega á hreina húð í hringlaga hreyfingum.
Serumið er cherstaklega kraftmikil formúla. Það gefur gott rakaboost og vinnur vel með dagkreminu. Það er hannað til að komast dýpra í húðina (eins og flest serum eiga að gera), örva rakamyndun og betrumbæta áferðina á húðinni. Serumið er notað kvölds og morgna á undan rakakremi, eða eitt og cher.
Nú er ég búin að nota vörurnar í 5 daga og sé strax mun.
Mjög óheillandi mynd, en hey. Brútal truth. Ég er með áberandi djúpar svitaholur í kinnunum, sem eru ein helsta ástæðan fyrir því að ég fæ ennþá jafn mikið af bólum og í þá daga sem ég hlustaði á Evanescence. Ég reyni þar af leiðandi að halda mig við olíulausar vörur og var því að taka hálfgerða áhættu þegar ég keypti þessar. Það sem getur auðvitað gerst þegar maður notar sama sem enga olíu á húðina er að hún fer sjálf að offramleiða olíu og það er svolítið það sem hefur verið að gerast hjá mér upp á síðkastið. Ég ákvað því um daginn að ég væri kannski orðin fullorðin. Ég ákvað að prófa að nota vörur sem væru ekki sérstaklega gerðar fyrir feita húð og bólur, heldur fókusaði á næsta vandamál, svitaholur og ójafnt litarhaft.
Húðin hefur ekkert stíflast á þessum 5 dögum, ég hef hreinsað hana með sömu vörum og venjulega og borið krem+serum á mig kvölds og morgna. Hún hefur ekki virkað svona rakamikil mjög lengi, en ég er búin að vera með smá yfirborðsþurrk undanfarið sem olíulausa kremið mitt hefur ekki náð að tækla almennilega. Ég tók strax á 2. degi eftir því að litarhaftið hafði breyst, húðin virtist ekki jafn pirruð, þ.e.a.s. roðinn var minni. Ég er ekki frá því að svitaholurnar séu aðeins minna áberandi, allavega virðist áferðin á svæðinu á myndinni allt öðruvísi. Ég er líka mjög viðkvæm fyrir andlitskremum með lykt (lyktin er mjög frískandi og góð!), en ég hef ekki fengið nein ofnæmisviðbrögð við þessum vörum.
Ég tek mér yfirleitt svona 2 vikur í að dæma um hvort vörur henti mér eða ekki, en ég eiginlega gat ekki beðið með að blogga um þessar þegar ég sá hvað þær voru að gera fyrir mig. Ég vona bara að árangurinn verði jafnvel betri og læt ykkur hiklaust vita. Ég er alveg ákveðin í að prófa primerinn og augnkremið líka.
Svo dettur inn vídjó á næstu dögum! Ég lofa! Það er eitthvað svo ávanabindandi við það að gera sig að fífli.
xx
Ég eeeelska skin perfection línuna.. Er að nota kremið fyrir þreytta húð og ég er að lova það! Er með dagkremið í pöntun og hlakka heví til að byrja á því líka með 🙂
LikeLike