Allskonar shaming!

Ég er búin að lesa svo mikil rusl upp á síðkastið að ég er að springa. Best að gera það bara hér!

Ég er orðin svo þreytt á allskonar athugasemdum og furðulegum alhæfingum á internetinu um útlit annars fólks. Við segjum ýmislegt í góðra vina hópi og mér finnst það bara allt í lagi. Ég bara einfaldlega þoli ekki þegar fólk fer með svona þröngsýnar og leiðinlegar staðhæfingar um lífið í fjölmiðla, eða þegar random, ókunnugt fólk fer að ráðast á aðra persónulega. Þessar tilvitnanir hef ég rekist á undanfarna daga og læt fylgja með skoðanir mínar á þeim. Kannski finnst einhverjum þetta klisjukennt og fá ælubragð í munninn, en þannig líður mér einmitt þegar ég sé þessar ‘staðreyndir’.

*’Stelpur sem mála sig eru feik’

Feik hvað? Feik stelpur?

*’Þú ert of mikið förðuð’.

(Þessa athugasemd hef ég auðvitað fengið sjálf)

Ha? Of mikið fyrir þig? Það er augljóslega þitt vandamál að finnast ég vera með of mikinn farða ef mér finnst það ekki sjálfri. Til hamingju með nýja vandamálið þitt! Það er mjög alvarlegt! Þarftu ekki bara að fara til sálfræðings?

Ég sé þetta fyrir mér í partýi. ‘Jæja Gulli, hvað segirðu gott. Þú virkar eitthvað svo súr’. ‘Æj já… ég er búinn að eiga svolítið erfitt upp á síðkastið. Það er einhver stelpa á internetinu sem málar sig full mikið fyrir minn smekk’. OK.

hqdefault *’Strákar vilja stelpur með lítið makeup’ 

Ókei ókei. Þetta lætur mig efast um margt í mínu lífi. Er kærastinn minn geimvera? Er hann kona? Hvernig gátum við eignast barn? Er ég ekki hér? Er þetta allt ímyndun?

Gefum strákum meira kredit heldur en að segja að þeir séu allir eins. Kommon. Ég þori að veðja að það var stelpa sem sagði þetta.

*’Þess vegna á ég erfitt með að treysta kvenfólki og er hættur að pikka stelpur upp af djamminu’.

*’Ég ætla að fara að ganga um með sápu og klút í vasanum’

(athugasemdir undir fyrir/eftir mynd af stelpu sem er búin að farða sig og er með nokkrar bólur á ‘fyrir’ myndinni).

Ok… Þegar þú sérð (og reynir við) stelpu með smokey, eyeliner, gerviaugnhár, varalit og gervineglur, finnst þér þá svona ólíklegt að hún gæti hugsanlega verið með meik líka? Í alvöru? Gerðu öllum greiða og dragðu þig bara alfarið út af markaðnum. Þá eru minni líkur á að einhver clueless stelpa lendi óvart í því að kynnast gaur sem finnst stelpur með húðvandamál ekki eiga að hafa sömu sénsa í lífinu og aðrir.

*’Stelpur mála sig af því að þeim líður illa í eigin skinni’

Það má vel vera að ég hafi byrjað að mála mig á öðrum forsendum en ég geri það í dag. Í dag farða ég mig vegna þess að mér finnst það skemmtilegt. Ég elska að prófa nýja hluti og skreyta mig með öllu mögulegu. Það að farða sig ætti ekki að vera neitt öðruvísi heldur en að lita á sér hárið, setja á sig skartgripi og fara í falleg föt. Ég hef aldrei heyrt neinn segja ‘þessi er svo óörugg með sjálfa sig að hún litaði á sér hárið’, eða ‘þessi var með svo lélegt sjálfsálit að hann fékk sér tattú’.

*’Stelpur mála sig til þess að ganga í augun á strákum’

Frekar stór alhæfing. Einhverntíman sagði einhver að stelpur myndu mála sig fyrir aðrar stelpur. Ég veit ekki hvort það er eitthvað til í því en ég vona að hvorugt sé satt. Ég mála mig fyrir sjálfa mig.

*’Þú verður að læra að fara út í búð án farða til þess að vera sátt við sjálfa þig’

Ég þarf ekkert að skammast mín fyrir að finnast ekki bóluör og baugar fallegir. Það er samt auðvitað mjög mikilvægt að sætta sig við orðinn hlut og læra að lifa með honum. Ef ég kýs að gera það með farða, þá er það bara mitt mál.

The-Reality-Of-Women’s-Makeup-Funny-Meme

*’Strákar vilja eitthvað til að klípa í’

Hvað ef stelpur vilja bara ekkert vera klipnar?

*’Stórir rassar eru í tísku’

Líkamsbygging getur ekki verið í tísku. Það er bara fáránlegt að segja þetta. Fólk fæðist í mismunandi líkama. Ef litlir rassar væru í tísku ætti ég t.d. engan séns. Ég hef verið 20kg léttari og 10 kg þyngri en samt er rassinn á mér alltaf með sér póstnúmer. Sumu verður bara ekki breytt nema með lýtaaðgerð eða fegrunaraðgerð og fólk ætti alltaf að fara í þær á sínum eigin forsendum, ekki af því að það er í tísku. Nú eru allt niður í 13 ára stelpur að rembast við að gera rassinn á sér stærri, fá ‘thigh gap’, sjúgandi flöskur til að stækka á sér varirnar og eru í ‘waist training’. Holy mother! Mér finnst eins og ég hafi verið 14 ára árið 1700. Auðvitað er á foreldra þeirra ábyrgð að kenna þeim að þetta sé algjörlega ekki málið, en það hjálpar kannski ekki til þegar þær sjá greinar skrifaðar af fullorðnu fólki um Kylie Jenner aðferðina. Fjölmiðlum er ekki viðbjargandi… *dæs*

*’Kjöt er fyrir menn, bein eru fyrir hunda’

Plís ekki borða mig? Fáðu þér banana ef þú ert alveg að deyja.

*’Alvöru konur….’ (gat ekki klárað að skrifa þessa setningu því ég gubbaði óvart)

ÆJJI nú er komið gott af þessu. Ég hélt að alvöru konur væru bara fólk með píku! (eða fólk sem fæðist í röngum líkama og langar að vera með píku!)

Ég get með engu móti skilið að kona sé minni kona af því að hún er grönn og vill vera það, eða grönn af því að hún er þannig gerð og á erfitt með að þyngjast. Ókei hún er vissulega minni kona í bókstaflegri merkingu, en alvöru kona samt sem áður. Af hverju mega ekki bara allar konur vera alvöru konur? Skinny shaming er glatað og fat shaming er glatað. Body shaming sökkar. Af hverju þarf einhver annar að vera ljótur svo að þú getir verið fallegur?

huge

*’Pabbalíkaminn(!?) er í tísku’

*’Stelpur í aðhaldsfötum eru að blekkja heiminn og maður veit ekki hvar maður hefur þær.’

….

*’Stelpum í víðum fötum er ekki treystandi’

……

Æj. Sorrí, ég gat bara ekki svarað þessum síðustu. Ég varð óvart heimskari við að lesa þær.

Bless

xx

One thought on “Allskonar shaming!

Add yours

  1. AMEN. Hata þegar kærastinn minn segir mér að honum finnst ég sætari án makeups. Mér er bara drullusama, mér finnst ég sjálf ég vera sætari með makeup.

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: