Vídjó: Fljótandi, mattir varalitir.

Mér datt í hug að gera smá vídjó tileinkað uppáhalds varalitaformúlunni minni, fljótandi (möttum) varalitum. Það er allt of algengt að fólk gefist upp á þeim of snemma! Þeir eru svolítið maus en vel þess virði, svo hér eru nokkur tips.

PÉ ESS var að kaupa mér nýja myndavél og er ennþá að læra á hana. Er að reyna að venjast því að horfa ekki á flipskjáinn og á eftir að fikta í stillingunum á henni. Er samt mjög sátt með að sjá loksins hvort ég er í fókus eða ekki! 🙂

xx