Paula’s Choice Clear og bóludrama!

Það hljóta að vera einhver ár síðan ég heyrði fyrst eða las eitthvað um Paula’s choice vörurnar. Mig hafði lengi langað til að prófa þær áður en ég hafði samband við tigerlily.is í sumar. Ég sendi þeim bréf (átakanlegt æviágrip húðarinnar minnar) og fékk til baka ítarlegar upplýsingar um hvað gæti hentað minni húð og unnið á þeim vandamálum sem ég er venjulega að díla við.

Fyrir þá sem ekki vita er ég með svona (fullorðins!) ‘acne’, sem orsakast af stressi og hormónarugli til dæmis. Ég er með mjög opna húð og áberandi svitaholur, fæ mjög auðveldlega ör/för (húðin er mjög viðkvæm) og er með mikinn roða. Það sem veldur mér mestum pirringi eru kýlin sem myndast djúpt ofan í húðinni, chilla í fésinu á mér í svona 2-3 vikur og springa svo út eins og eldfjöll… að sjálfsögðu þegar ég er að fara á jólahlaðborð eða eitthvað svoleiðis. Þessi eldfjöll skilja svo eftir sig rauð, djúp ör, sem er afar óskemmtilegt ef þið spyrjið mig.

Í sumar fór ég að sjá meir af þessum elskum heldur en venjulega og ákvað að breyta húðrútínunni minni frá A-Ö. Ég byrjaði á að fá lúxusprufu af Paula’s choice BHA sýruvökva (þessum hér) hjá Tigerlily.is. Ég tók strax eftir miklum breytingum. Ég notaði sýruvökvann kvölds og morgna, á eftir toner og undan rakakremi. Mér var líka ráðlagt að taka út alkóhól og ilmefni út í húðvörum, því það gæti hjálpað til við að fyrirbyggja ör og roða.

Breytingarnar sem ég tók eftir á fyrstu 10 dögunum voru að húðtóninn varð jafnari, roðinn minni og svitaholurnar minna áberandi. Þar sem vökvinn leysir upp óhreinindin í svitaholunum þenjast þær ekki jafn mikið út og verða þar af leiðandi minni.

photo (13)
Æj ég veit að þetta er ótrúlega eitthvað óhugguleg mynd. Ég er augljóslega ekki búin að fá nægan nætursvefn vinstra megin og er bara semi með ljótuna á báðum. EN þessar myndir eru teknar með 10 daga milibili og þið sjáið hvað húðliturinn jafnaðist mikið á þessu tímabili. Venjulega hefði ég líka fengið sjöhundruð sinnum meira áberandi för eftir þessar skvísur á hökunni á mér. Nokkuð magnað bara!

Í Sýruvökvanum er Salicylic sýra, en hún er mjög áhrifamikil í stríði við bólur, fílapensla og óhreinindi í húð. Hún er fituleysanleg, smýgur ofan í svitaholur og kemur í veg fyrir að þær stíflist. Vökvinn virkar líka róandi á húðina og dregur úr roða og bólgum.

Ég fékk svo sendar vörur til að prófa úr Clear línunni nokkrum vikum seinna, eða cleanser, BHA sýruvökva og treatment krem.

DSC01286

Ég er búin að nota þessar vörur meira og minna í mánuð núna og er mjög ánægð með það sem þær hafa gert fyrir húðina mína. Auðvitað býst ég aldrei við kraftaverki, sérstaklega þar sem mínar bólur eru erfiðari heldur en þessar ‘venjulegu’. En ég hef farið á lyfjakúra (aldrei losnað 100% við þessar bjútíbínur!) og þessi pakki gerði svipað mikið fyrir mig og þeir, ef ekki meira.

Vörurnar nota ég kvölds og morgna. Ég byrja á því að þrífa af mér allan farða með hreinsiklút eða hreinsivatni og nota svo Clear cleanserinn á eftir. Clear cleanserinn er gelkenndur og freyðandi hreinsir. Hann inniheldur efni sem vinnur gegn þeim bakteríum sem mynda bólur og hefur sefandi áhrif á húðina. Stundum nota ég hann með andlitsbursta og stundum ekki. 

Næst nota ég andlitsvatn (án alkóhóls) og ber svo BHA sýrurnar á með bómullarskífu eða fingrunum. Clear BHA sýrurnar eru svipaðar og þær sem ég nefndi hér fyrir ofan. Þær hafa svipaða eiginleika, en mér fannst þó áferðin á þeim meira fljótandi og þær fljótari að þorna en þessar sem ég prófaði fyrst. 

Þegar sýrurnar eru þornaðar ber ég treatment kremið á mig. Treatment kremið hefur líkt og hinar vörurnar marga eiginleika. Það dregur úr óhreinindum, gefur léttan raka, lýsir upp rauð för og jafnar húðtóninn svo eitthvað sé nefnt. Kremið nota ég alltaf á kvöldin, en í bland við önnur krem á daginn. Það má nota kvölds og morgna, en stundum finnst mér gott að grípa í rakameiri krem þar sem ég fæ smá þurrk.
DSC01290

Það sem þessar vörur hafa fyrst og fremst haft áhrif á hjá mér eru svitaholurnar. Þær eru mikið minna áberandi og með góðum primer næstum ósýnilegar undir farða. Húðin virðist ekki eins gróf og stíflast ekki á sömu stöðum og hún gerði áður. Ég var vön að fá mikið af bólum í kinnarnar (þar sem svitaholurnar voru stærstar), en nú fæ ég þær bara á hökuna. Ég hef einnig tekið eftir því að þegar ég sé bólu myndast í húðinni hverfur hún mikið fyrr. ‘Ferlið’ er styttra og stundum hættir hún bara við! Auk þess er húðliturinn minn orðinn mikið jafnari. Roðinn er mikið minni og ég fæ ekki eins ljót för eða ör eftir þær bólur sem koma.

Paula’s choice framleiðir vörur fyrir fleiri heldur en acne-pésa. Ég mæli með því að þið sendið tigerlily.is línu og fáið ráðgjöf ef þið eruð í veseni með húðina 🙂

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: