Andlitsolía!

Ég er alltaf smá hikandi við að nota olíur á húðina mína. Ég veit samt að olía er ekki það sama og olía og stundum þarf ég bara að minna sjálfa mig á það. Þegar mér bauðst að prófa ‘Oils of life’ andlitsolíuna frá The Body Shop kom upp smá olíudólgur í mér og ég ákvað að slá til, þrátt fyrir að vera á miðju bólufestivali.

oils

Það er nefnilega misskilningur að fólk með feita/blandaða og ‘bóluhúð’ megi ekki nota olíur. Oft geta þær nefnilega hjálpað til við að koma jafnvægi á húðina, hjálpað bólum/sárum að gróa og minnkað roða og ör. Olíur eins og þessar eru sérstaklega hannaðar fyrir andlitið og eru yfirleitt léttari heldur en aðrar. Þær stífla síður svitaholur og endurnæra húðina.

Oils of life andlitsolían er þróuð með allar húðtýpur í huga. Hún inniheldur black cumin olíu frá Egyptalandi, rosehip olíu frá Chile og Camellia olíu frá Kína, sem eiga að hjálpast að við að næra húðina, stinna hana og gera hana áferðarfallegri. Hún inniheldur líka góðar ilmkjarnaolíur og olíurnar eru af 99% náttúrulegum uppruna.

oils2

Olíuna er hægt að nota undir og yfir rakakrem eða í stað þess. Það er líka hægt að setja dropa af henni út í rakakremið, en persónulega nota ég hana yfirleitt eina og sér. Mér finnst best að nota hana yfir nótt, en þá verður húðin svo ljómandi og stinn þegar ég vakna. Ég hef líka notað hana yfir dag (undir farða) og bjóst við að það myndi enda með ósköpum, en aldeilis ekki. Farðinn hreyfðist ekki og ég glansaði ekki í gegnum hann. Þessi olía gengur nefnilega hratt inn í húðina og skilur ekki eftir sig klístraða eða feita áferð. Ég nota 2-3 dropa (dropateljari – algjör snilld!), nudda olíunni á milli lófanna og dúmpa henni í andlitið og á hálsinn.

Þessi mun halda áfram að vera fastur liður í rútínunni minni.

Bónusinn er auðvitað fallegar umbúðir og þessi indælis lykt!

Tékkið á þessari!

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: