Haustförðun

Ég skellti í einfalt (3 mín! ég gat það! án gríns) haustförðunarvídjó (augnförðun only) í dag. Prófaði að gera voiceover í 2. skiptið og auðvitað er fáránlegt dósahljóð í mér eins og síðast, en ég vona að þið látið það ekki trufla ykkur. Gæðin eru líka eitthvað glötuð, litirnir asnalegir og BARA ALLT ÓMÖGULEGT!!! Nei djók. En allavega. Ég vona að þið hafið gaman að, þetta eru uppáhalds litirnir mínir til að farða með. Söbbskræbið, gefið thumbs up og skiljið eftir komment! Þið vitið að ég elska það.