M-Design ullarflíkur!

Mér bauðst fyrir stuttu að fá tvær flíkur frá merkinu M-Design (Cold.is) og sýna ykkur. M-design er stofnað af Margréti Árnadóttur og hefur í yfir 20 ár boðið upp á flíkur úr íslenskri ull. Þetta er fjölskyldufyrirtæki og snillingurinn hún Ragga Ragnars (sundkona og leikkona meðal annars, en einhverjir kannast örugglega við hana undir ‘heilsupressan’ á snapchat!) er partur af hönnunarteyminu.

Ég þáði flíkurnar auðvitað með þökkum, enda einhver mesta kuldaskræfa sem ég veit um og veit fátt betra en fallegar og hlýjar vetrarflíkur.

Flíkurnar sem ég fékk voru ‘Hood scarf’ og ‘E-cape’.

A few days ago I was lucky enough to be offered these beautiful wool pieces from M-design (Cold.is). As someone who is always cold, and since it’s getting colder here in Iceland, it was much appreciated. The pieces I got were the ‘Hood scarf’ and ‘E-cape’. Everything from M-design is made out of Icelandic wool, and some pieces are lined with fleece.

hetta1

Ég elska hettur og hef átt hettutrefil áður. Toggi er reyndar búinn að eigna sér hann og þess vegna kom þessi gjöf á besta tíma. Þessi er líka töluvert hlýrri en sá gamli, en Hood scarf er flísfóðraður og með loðkanti. Ég er mjög treg til að klæðast úlpum og geng eiginlega í biker leðurjakka allt árið, en vandamálið við það er að ég er alltaf frekar ber á hálsinum. Hettutrefillinn er því frábær viðbót við leðurjakkann. Ég fékk hann í hærusvörtu, sem er svart með smá gráu ívafi, en loðkanturinn er alveg svartur. Þetta er einstaklega falleg flík sem hentar bæði hversdags og spari. Hood scarf er fáanlegur í 13 litum. Þennan á ég eftir að ofnota í vetur!

I wear biker jackets all year round, so scarfs are a must for me. I also wear hoods a lot, so the two combined are just perfect! This one is lined with fleece and comes in 13 colors.

photo (14)

E-cape er stórsniðug flík sem hægt er að nota á ótal vegu. Þetta er í rauninni síð, opin peysa/slá. Þessi flík er ekta fyrir mig, enda er ég algjör sökker fyrir víðum, kósý peysum. Spyrjið bara fjölskyldu og vini. Það er reglulega gert grín að því þegar ég verð ástfangin af peysum, en þá fer ég eiginlega ekki úr þeim í nokkrar vikur. Þeir sem eru með mig á snapchat ættu að vera búnir að taka eftir þessu! Ég ákvað að taka hana í svörtu (surpriiiise!) en hún er fáanleg í 14 litum.

mdesign1

Klassíska leiðin til að klæðast E-cape er að nota hana eins og opna peysu. Svo er hægt að vippa henni yfir öxlina til að loka. Þessi er tilvalin undir léttari jakka og kápur í vetur.

mdesign2

Með því að snúa henni ‘á hvolf’ er hægt að búa til úr henni styttri peysu með hettu (eitthvað fyrir leðurblökur eins og mig) og með nælu er hægt að pinna hana saman. Sniðug leið til að nota hana er líka að binda hornin saman og snúa utan um hálsinn (niðri til vinstri), en þá verður til hálfgerð rúllukragapeysa. Á síðunni þeirra er hægt að sjá fleiri leiðir til að klæðast E-cape.

The E-cape is a multi-use sweater/cape, available in 14 colors. You can wear it upside down and turn it into a shorter sweater with a hoodie. You can also tie the ends together, twist it around your neck and turn it into a high/roll neck jumper (bottom left). Here you can see all the different ways to wear it. This one is perfect for wearing underneath lighter coats and jackets or just to wear on a cozy sunday afternoon inside! (What did I just write?! Who am I?)

næla

Ég fékk líka þessa nælu, sem er tilvalið að nota með E-cape. Fæst hér!

mdesign3

Ég mæli með því að þið skoðið þessar fallegu flíkur á Cold.is, en þar er margt fleira í boði (bæði fyrir dömur og herra) og á mjög sanngjörnu verði. Vörurnar fást einnig í öllum helstu túristabúðunum og hjá handprjónasambandinu. Tilvalið í jólapakkann! Fer ekki annars að líða að jólum?

I recommend checking out their site, Cold.is, they ship worldwide!

M-design on facebook

Instagram: mdesigniceland

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: