Óskalisti!

óskalisti

Ég ákvað að herma eftir Rebekku Einars og skella í óskalista með vörum sem fást (flestar!) á Íslandi. Ég hef ekki gert óskalista síðan síðasta vetur held ég bara! Ég sé reyndar núna að fæst af þessu er makeup, en ég viðurkenni að stundum upplifi ég það að mig langar bara ekki neinar förðunar- eða húðvörur. Í augnablikinu er ég með svo mikið af dóti sem er ennþá í pakkningunum (og ég á eftir að pota í) að ég hef bara einfaldlega ekki tíma í fleira. Held að þetta sé stærsta lúxusvandamál sem ég hef átt..

En hvað um það! Óskalistinn maður!

Ég er búin að vera frekar æst í Dark Mood skartið/ólarnar undanfarnar vikur. Ég var mjög sein að frétta af þessari íslensku hönnun. Fæst hér.

Ég skrúbba varirnar mikið, því ég nota svo mikið af möttum varalitum og þá verða þær að vera í góðu ástandi. Ég er vön að búa bara til mína eigin skrúbba, en þessi frá Sara Happ virkar eitthvað svo mega djúsí og krúttlegur. Svo er ég algjör sökker fyrir vanilla bean ilmi! Fæst hér.

Ég er búin að vera að leita mér að nýrri svona hversdagstösku í að verða 2 ár núna. Er alltaf með súper litla. Ég kaupi mér aldrei dýrar töskur, enda þekkt fyrir að skemma þær eða týna þeim. Þessi fæst í Zara, ekki viss hvort hún komi/sé komin til landsins samt. Fullkomin stærð fyrir mig! Fann hana hér.

Þetta kerti sækir að mér í draumum mínum. Vanilla bean – tékk. SYKURPÚÐAR? – tékk. Ég hlýt að geta réttlæt þessi kaup einhverntíman bráðum. Fæst hér.

Morphe 35O augnskuggapallettan. Ég er svolítið sein að ná lestinni, en ég er búin að ákveða að ég þarf að eignast þessa pallettu. Það er svolítið eins og hún hafi verið gerð með mig í huga. Efast samt um það. Fæst hér.

Þessi dásemdar varalitur er væntanlegur hjá LASplash, ásamt nokkrum öðrum með svona fallegri áferð. Hann átti að fara í sölu í dag, en það bólar ekkert á því. Á Íslandi eru LASplash varalitirnir í sölu hér, en ég veit ekki hvort þessi lína muni rata til landsins! Þeir eru allavega sjúkir og sérstaklega þessi.

Velour augnhár hafa verið á óskalistanum hjá mér lengi, en þessi heita ‘lash in the city’ og eru brjálað dramatísk. Þessi fást hér.

Ég er búin að vera rosalega skotin í Deandri kjólunum og krögunum upp á síðkastið, en þessi verður bara að rata inn í fataskápinn minn einn daginn. Ég er ekki einu sinni búin að athuga hvort þeir sendi til Íslands! Kannski ég geri það. Fæst hér.

Ég á ennþá eftir að prófa svarta beauty blenderinn, en ég er algjör svampa-sjúklingur. Þessi svarti er hannaður með förðunarfræðinga í huga. Fæst hér.

Svo styttist nú í jólin!

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: