Hárvörur – uppáhalds!

Mig langar að segja ykkur frá þeim hárvörum sem ég hef verið að nota undanfarnar vikur/mánuði. Ég er mjög vandlát þegar kemur að hárvörum og frekar vanaföst. Ég er með fíngert, aflitað hár sem á það til að þorna svolítið, en með þessum vörum hef ég getað haldið því þokkalega góðu.

háár1.Ég er með exem í hársverðinum og Ginger sjampóið fra The Body Shop er það eina sem hefur slegið á kláðann, þrátt fyrir að ég hafi prófað allskonar ‘læknasjampó’. Ég held að ég hafi selt svona 50% fólks sem ég þekki þetta (það glíma svo margir við kláða í hársverði krakkar! No joke!) og flestir hafa þakkað mér fyrir. Ég nota það með öðrum sjampóum. Ef ég finn að mig er að byrja að klæja, þá nota ég það 2 þvotta í röð og verð strax betri.

2. Fudge clean blonde. Besta fjólubláa sjampó sem ég hef átt og ég hef átt þau ansi mörg. Það þurrkar hárið ekki eins mikið og önnur og ekki spillir lyktin fyrir! Ef ég vil ekki fá gráan tón verð ég að passa mig að láta það ekki bíða í hárinu lengur en í hálfa mínútu.

3. Þessi tvenna (label m honey & oat sjampó og hárnæring) er búin að vera að bjarga mér síðan í lok sumars. Þetta er það sem ég nota dagsdaglega, en mér finnst ég ekki þurfa að nota hárnæringu eins oft og áður, því hárið helst mjúkt lengur. Ég kemst líka alltaf í jólaskap þegar ég fer í sturtu, en af einhverjum ástæðum minnir honey & oat lyktin mig á jólin.

4. Þennan gríp ég svo í á svona 10 daga fresti, þegar mig vantar svona mýkingarbombu. Snilldin er að maður getur skellt honum í í sturtunni, því hann þarf ekki meira en 1-3 mínútur til að skila sínu.

5. Þessi olía hefur verið besti vinur minn í 5 ár núna. Þetta er serum-olía sem ég ber í hárendana, en þeir eru oft frekar þurrir. Ég set hana bæði í þurrt og rakt hár, en finnst best að setja hana í rakt og leyfa svo hárinu að þorna sjálfu. Hárið verður ekki feitt viðkomu og hún þyngir það ekki. Það verður glansandi og auðvelt að greiða í gegnum það. Lyktin af þessari er líka svo góð. Vínber!

6. Þetta sprey nota ég alltaf fyrir hita. Þetta er olíu-mist sem nærir hárið og verndar það gegn hitanum. Það er svolítið mikil lykt af því miðað við aðrar hárvörur sem ég nota, en hún er góð. Hárið fær meiri mýkt og glans.

7. Þetta sprey er ávanabindandi. Ég er með þunnt, líflaust hár og flatan hnakka og þegar ég eignaðist þessa vöru velti ég því fyrir mér hvar hún hefði verið allt mitt líf! Þetta gefur hárinu meiri fyllingu og virkar líka svolítið eins og þurrsjampó í leiðinni. Flest sprey sem ég hef notað til að lyfta hárinu hafa bara virkað í smá tíma, en þetta heldur því djúsí svo klukkutímum skiptir.

Góða helgi!

xx

PS. Ekkert spons í gangi hér! Aldrei þessu vant.

2 thoughts on “Hárvörur – uppáhalds!

Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: