The Body Shop shade adjusting (lightening) drops – snilld fyrir drauga!

Það hefur sennilega ekki farið framhjá lesendum mínum að ég á í erfiðleikum með að finna farða sem er eins hvítur og húðin á mér. Ég á fulla skúffu af förðum sem eru ljósastir í hverju merki, en ég get yfirleitt bara notað þá ef ég er með brúnkukrem eða skelli smá sólarpúðri á hálsinn. VESEN.

Ég sá smá sneak peak af shade adjusting dropunum á instagram síðu The Body Shop fyrir nokkru síðan. Ég var strax viss um að þessir dropar væru að fara að bjarga lífi mínu (smá dramatískt kannski) og stalkaði stelpurnar í TBS í margar vikur. Þær voru síðan svo yndislegar að senda mér dropana þegar þeir mættu í hús.

photo 1 (23)

Droparnir koma í 2 útgáfum. Lightening og darkening. Þeir eiga að breyta ‘næstum því réttum’ lit í ‘akkúrat lit’. Fyrir hvern dropa sem þú setur út í farðann þinn, þá lýsist/dökknar hann um 1/2 tón.

Þessir dropar eru himnasending fyrir fólk sem á í erfiðleikum með að finna lit sem hentar. Á Íslandi er því miður hvorki nógu mikið í boði fyrir fólk með mjög ljósa húð né dökka. Droparnir eru líka snilld í kittið hjá förðunarfræðingum!

photo 2 (23)

Ég hef fengið spurningar um hvort droparnir breyti áferð farðans, en það fer að sjálfsögðu eftir því í hversu miklu magni þeir eru notaðir og hvernig áferðin á farðanum er. Ég er sjálf búin að prófa þá með 5-10 förðum og ekki enn fundið fyrir því að áferðin breytist. Ég hef mest notað 3-4 dropa.

Ég er ekki viss um að þið skiljið hversu byltingarkennd mér finnst þessi vara vera! Ég veit að það eru til hvít meik og dropar til að bæta þekju í förðum, en þetta er svolítið Cher á báti. Farðaskúffan mín hefur öðlast nýtt líf!

Ég mæli með því að þið kíkið á þessa snilldar dropa í verslunum The Body Shop í Kringlunni, Smáralind og Glerártorgi.

xx

3 thoughts on “The Body Shop shade adjusting (lightening) drops – snilld fyrir drauga!

Add yours

    1. Ég renndi hratt yfir innihaldslýsinguna á bodyshop.com og sá ‘Sclerocarya Birrea Seed Oil’, sem er marúla olía eftir því sem ég best veit. Hún er frekar létt, er í flestum Body Shop vörum 🙂

      Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: