Eye of horus

Fyrir nokkrum vikum birtist nýtt merki hjá fotia.is, eye of horus. Ég verð alltaf eins og smákrakki þegar ég sé eitthvað nýtt í netverslunum, sérstaklega ef ég þekki það ekki fyrir. Fotia sendu mér 3 eyelinera til að prófa og mig langar að segja ykkur aðeins frá þeim. Eye of horus vörurnar eru unnar úr náttúrulegum efnum, ekki testaðar á dýrum og parabenfríar.

eyeofhorus3

Ég fékk tvo blýanta. Annar er þessi svarti, klassíski augnblýantur – smokey black goddess pencil. Hann er sérstaklega mjúkur og það er auðvelt að dreifa úr honum. Til þess er einmitt svampur á endanum, sem mér finnst mjög þægilegt ‘on the go’. Ég hef notað hann í vatnslínuna og hann tollir vel og lengi þar hjá mér. Ég notaði hann líka sem grunn undir smokey og hann hentar vel í það. Það er kannski ekki hægt að tala lengi um svarta augnblýanta, en það er alls ekki sjálfgefið að finna mjúka blýanta sem tolla samt lengi! Sammála? Maður verður að vera súper fljótur að dreifa úr honum, því svo haggast hann ekki þegar hann er þornaður.

Hinn er blár með glimmeri, lazuli blue goddess pencil. Líkt og þessi svarti er hann mjög mjúkur og það er svampur á hinum endanum. Ég hlakka til að prófa að setja hann undir augun með einhverju brjáluðu smokey, en ég byrjaði á því að krota með honum á varirnar á mér. As you do… eyeofhorus

Svo fékk ég liquid define í svörtu. Blautan eyelinerpenna (felt tip), vatnsheldan og fljótþornandi. Oddurinn er frekar fíngerður og það er auðvelt að gera spíss með honum.

eyeofhorus2

Ég er ekki vön að posta myndum sem ég tek ekki sjálf, en ég varð að láta þessa fylgja með, svo þið mynduð fatta stemninguna hjá merkinu.

slide1

Ég veit að frá eye of horus koma líka ‘metallic’ eyelinerar sem virka rosalega fallegir og svo eiga augabrúnavörurnar að vera algjör snilld.

Tékkið á eye of horus á fotia.is!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: