Djúsí jólagjafir!

Jæja! Þá er stresstími ársins genginn í garð. Ég tók saman nokkra (15, ég get ekki hamið mig) hluti sem mig langar að eignast eða hef prófað sjálf og datt í hug að ykkur langaði að eignast! Ég gat auðvitað ekki haldið mig við bara snyrtivörur. Vonandi gefur þetta ykkur einhverjar hugmyndir!

jólalisti.png

 1. Þessa body olíu hef ég verið að nota síðan í september og ég hreinlega elska hana. Hún gefur góðan raka, en ég nota hana líka bara eins og ilmvatn, enda er lyktin æðisleg. Þessi fæst hjá nola.is.
 2. Mig sárvantar nýja handtösku undir allt draslið sem fylgir mér. Ég er ekki mikið merkjafrík þegar kemur að töskum (ég á það til að týna þeim!) og ég hef haft það fyrir reglu að láta þær ekki kosta mikið. Í Zara er alltaf hægt að finna fallegar töskur á góðu verði og þessi er æði!
 3. Maskabrjálæðið mitt hefur varla farið framhjá neinum, en ég er alltaf spennt fyrir nýjum möskum. Ég er mjög hrifin af Paula’s choice vörunum og þessi hljómar eins og sniðinn fyrir mína húð. Fæst á tigerlily.is
 4. Þetta kit hef ég notað mjög mikið. Það inniheldur sólarpúður/skyggingarlit, highlighter og kinnalit. Highlighterinn er einn sá fallegasti sem ég hef átt. Frábær svona ‘all in one’ vara! Fæst á haustfjord.is
 5. Ég elska hauskúpur. Ég elska kerti og kertastjaka. Þessi fæst hjá Hrím.
 6. Ég ætla að splæsa í þetta ilmvatn fyrir jól, en ég sníkti prufur af því um daginn og er alveg ástfangin. Dökkur ilmur sem einkennist af vanillu og peru. Eins og búinn til fyrir mig! Fæst í verslunum The Body Shop.
 7. Rakst á þennan hring um daginn og ég hef ekki getað hætt að hugsa um hann síðan! Orrifinn fæst í Mýrinni og Myconceptstore til dæmis.
 8. Talandi um fallegt skart, þá hef ég alltaf verið hrifin af öllu skartinu frá Kria jewelry. Svolítið mikið minn stíll og fæst meðal annars í Aftur.
 9. Ég hef verið að prófa nýjar hárvörur, Davines, síðustu daga. OI línan hentar mínu hári mjög vel og þessi hármjólk er algjör snilld! Mæli með henni fyrir þá sem vilja dekra við hárið í kuldanum. Fæst á sölustöðum Davines.
 10. ILNP naglalökkin eru ómissandi fyrir alla naglalakkasjúklinga eins og mig. Glimmer, glimmer og meira glimmer! Ég er búin að prófa nokkur og hef ekki orðið fyrir vonbrigðum. Fást á haustfjord.is
 11. Eyessentials settið frá Sigma er mjög sniðugt fyrir þá sem eru að byggja upp burstasafn. Þarna er allt til alls fyrir augnförðunina. Fæst á fotia.is
 12. Ég er búin að tala stanslaust um þetta sprey síðan ég eignaðist það. Algjört möst fyrir meiköppsjúklinga, en farðinn helst töluvert lengur á og áferðin falleg. Fæst á lineup.is
 13. Gotharar sem drekka te verða auðvitað að eiga goth teketil. Þessi verður minn einn daginn. Fæst hjá Hrím.
 14. The nudes pallettan frá Maybelline er til dæmis mjög sniðug gjöf fyrir þær/þá sem mála sig kannski sjaldan og vilja eiga eitthvað ‘basic’. 12 fallegir litir sem henta öllum og pallettan er lítil og nett. Fæst á sölustöðum Maybelline (Hagkaup, apótek)
 15. Ég er algjör sökker fyrir fallegum kertum með góðri lykt. Voluspa kertin klikka seint og Bourbon vanille er ein af mínum uppáhalds. Fæst meðal annars á kastanía.is

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: