Guerlain brúnkutvenna!

#gjöf

Staðreynd 1. Ég er með föla húð.
Staðreynd 2. Mér finnst það bara fínt, en stundum langar mig að fríska uppá hana með smá lit!
Staðreynd 3. Ég er hætt að nota ljósabekki, þeir eru hættulegir.
Staðreynd 4. Sökum þess hve ljós ég er á ég erfitt með að finna brúnkukrem sen hentar. Ég  enda mjög oft ljósgul, ljósgræn osfrv.
Staðreynd 5. Ég set þessa bloggfærslu svona asnalega upp vegna þess að ég var að fá mér mjög langar gelneglur og hef ekki þolinmæði í að skrifa langa texta. Ég verð meira að segja að skrifa þetta á símann minn!

Ég fékk nýlega að prófa skemmtilega tvennu úr Terracotta línnni frá Guerlain. Brúnkukrem og bronzer.

terrac1
Terracotta sunless tinted self-tanning gel er brúnkukrem í gelformi og kemur í fallegri flösku með pumpu. Ég hef eingöngu verið að nota froður og sprey undanfarin ár og var alveg viss um að ég myndi klúðra ásetningunni. Þetta gekk hinsvegar glimrandi vel og ég notaði hanska við verkið. Það dreifist vel úr gelinu og í því er ‘guide litur’ sem gerir það að verkum að maður sér nákvæmlega hvað maður er að gera. Ég bar það á hreina og þurra húð að kvöldi og skolaði það síðan af morguninn eftir. Það er mjög fallegur gylltur tónn í því og hann virkar frekar eðlilegur á mínum húðlit. Í dag eru 4-5 dagar síðan ég bar það á og liturinn hefur haldist jafn fram að þessu. Lyktin af því er ekki þessi týpíska brúnkukremslykt, heldur blómalykt sem hverfur eftir sturtu, en gelið inniheldur mýkjandi arganolíu.

Ég set aldrei brúnkukrem í andlitið á mér. Ég hef prófað þessi sem eru sérstaklega ætluð fyrir fésið, en þau stífla yfirleitt svitaholurnar mínar eða þá að ég fæ útbrot undan þeim. Þar að auki er ég alltaf að nota hreinsivörur eins og maska eða skrúbba og þau dofna mjög fljótt. Þess vegna nota ég yfirleitt bara meira af sólarpúðri þá daga sem ég er með brúnkukrem og þá er ekki slæmt að eiga eitt ‘í stíl’.

terrac2
Guerlain terracotta joli teint duo púðrin eiga að framkalla frísklegan lit í andlitið, en púðrin eru tvískipt. Þau koma í nokkrum litum og minn heitir ‘Naturel brunettes – 03’. Ég nota stóran bursta í púðrið til að litirnir blandist vel saman, en útkoman er fallegur og hlýr tónn sem passar vel við brúnkukremið. Þrátt fyrir að púðrið sé matt (semi-matte), þá tekur það ekki ljómann af húðinni. Það er frekar mikil lykt af því, en ég hætti að taka eftir henni eftir smá stund.

Fáránlega ánægð með þessa tvennu og mæli með henni fyrir þá sem vilja fríska upp á húðlitinn!

PS Ég veit að Ke$ha (kindahauskúpan) er á öllum myndunum mínum. Þessi kommóða er bara eini hvíti flöturinn í húsinu og því besti staðurinn fyrir myndatöku! Þarf að fara að vera frumlegri 🙂

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: