Fjólublátt hár með fudge!

Vörurnar í myndbandinu fékk ég að gjöf frá Fudge á Íslandi.

Í þessu myndbandi ætla ég að sýna ykkur hvernig ég held pastel fjólubláa hárinu mínu við með fudge vörum, en til að nálgast litina sjálfa er best að tala við fagaðila. Það er gott að hafa vissa punkta í huga þegar ráðist er í svona kreisí liti. Sömu litir henta til dæmis ekki öllum hárlitum, sumir eru lengur að fara úr hárinu osfrv.

Þar af leiðandi er alltaf best að ráðfæra sig við fagfólk. Ég er sjálf með aflitað hár (ég læt aflita á stofu!) og leik mér svolítið með pastelliti, en þeir koma alltaf best út í hvítu hári.

Sölustaði fudge má finna hér.

PSSST þið þurfið örugglega að hækka aðeins.