Ég er sjálfkrýndur alheimsmeistari í “window-shoppi” á netinu. Hér eru nokkrir hlutir sem ég er með á heilanum þessa dagana:
Metal buxur frá aftur
Það sem ég slefaði yfir metal jökkunum þeirra fyrir nokkrum árum síðan. En buxurnar eru trylltar og hettupeysurnar líka!
Shadow Creatures prent
Mér hefur alltaf fundist allt sem systurnar á bakvið Shadow Creatures hanna vera fallegt, en núna nær það nýjum hæðum. Í gær opnuðu þær nýja heimasíðu og kynntu til leiks pentagram seríuna. Ég á erfitt með að gera upp á milli myndanna, en ég held að þessi sé í mestu uppáhaldi. Hún mun verða mín! Hún passar fullkomlega inn í stofuna mína.
Ég er búin að hafa augastað á þessum rúmfötum lengi, en þau fást á etsy.
Handgert skart af 2 listamönnum sem ég hef fylgst með á instagram lengi. Ég læt mig endalaust dreyma um að eignast grip frá þeim, en þessir tveir heilla mig mjög mikið.
xx
https://www.instagram.com/birnamagg/
https://www.youtube.com/user/birnamagg
snapchat: birnamagg
Leave a Reply