Uppáhalds í janúar/febrúar

Hæ! Ég ákvað að deila í flýti með ykkur mest notuðu vörunum/hlutunum mínum síðustu vikur. Yfirleitt hef ég gert þetta á vídjóformi, en þið þurfið þá ekki að hlusta á mig tala!

Flestar vörurnar fékk ég að gjöf.

Pssst þetta er allt cruelty free! Eh…nema podcastið.

uppahalds-janfeb

First Aid Beauty Ultra repair cream er krem sem ég hélt að væri of feitt fyrir mig. Það reyndist heldur betur misskilningur! Þetta krem er töfrum líkast. Það gefur húðinni minni góðan raka, verndar hana í kuldanum og stíflar hana ekki. Öll fjölskyldan notar þessa dós. Fæst hér.

Nero cosmetics lip vinyls eru varalitir sem ég var lengi búin að ætla að prófa. Ég keypti 2 í nóvember og svo voru stelpurnar hjá merkinu svo almennilegar að gefa mér restina af línunni. Þetta eru í raun mjög þéttir og litsterkir ‘glossar’, ekki klístraðir og haldast lengi á. Þeir sem ég er hrifnust af eru ‘doll parts’ og ‘miss argentina’. Fást hér.

Anastasia Beverly Hills Ultimate Glow Kit er highlighter palletta sem leyndist í póstkassanum hjá mér einn grámyglulegan janúarmorgun. Hún lífgaði svona líka upp á daginn hjá mér. Ég er búin að nota litina ‘snow’ og ‘white sand’ mjög mikið. Fæst hér.

Primalash professionals augnhárin hafa verið í mikilli notkun hjá mér. Týpurnar eru margar hverjar mjög flottar og augnhárin eru þægileg í notkun. Fást hér.

Urban Decay Liquid Moondust eru augnskuggar í fljótandi/kremformi. Ég elska allt sem glitrar og TOLLIR! Þessir gera það svo sannarlega. Fæst í Hagkaup í Smáralind.

Love Contours All pallettan frá NYX hlýtur að vera sú vara sem ég hef oftast gripið í síðustu vikur. Þessi palletta inniheldur allt sem maður þarf á að halda! Augabrúnapúður, skyggingarlit, augnskugga, highlighter… Allt í hlutlausum litum. Frábær ferðafélagi! Svona ‘all in one’ vörur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er ekki viss hvort pallettan er komin í sölu á Íslandi ennþá, en þá er hún fáanleg í Hagkaup í Kringlu og Smáralind. 

Eylure augnhárabrettarinn er sá besti sem ég hef notað. Augnhárin mín eru þráðbein og sjást ekki nema ég krulli þau. Þessi setur á þau fallega sveigju og ég þarf ekki að halda niðri í mér andanum þegar ég nota hann. Ég er nefnilega alltaf svo hrædd um að taka af mér öll augnhárin! Fæst til dæmis í Hagkaup og Lyf & Heilsu í Kringlu.

Sword and Scale er öðruvísi uppáhald mánaðarins! Ég mælti með þessu “podcasti” (er það hlaðvarp á íslensku?) á snapchat um daginn fyrir svona furðulegt fólk sem finnst fjöldamorðingjar og svoleiðis viðbjóður áhugavert stöff. Ég hlusta alltaf á þetta þegar ég er að gera eitthvað leiðinlegt. Swordandscale.com

Paula’s Choice Skin Perfecting 2% BHA gel inniheldur salicylic sýru og vinnur á bólum og allskonar húðveseni. Gelið finnst mér fyrst og fremst hafa minnkað miliakorn hjá mér, en ég var farin að fá svolítið mikið af þeim á kinnbeinin. Það hefur líka komið jafnvægi á húðina mína og jafnað húðtóninn. Mæli hiklaust með því að þið skoðið Paula’s Choice vörurnar ef þið eruð með þrálát húðvandmál. Fæst hér.

Moss Reykjavik Dögg bolurinn minn hefur verið í mikilli notkun síðan í desember. Ég elska svarta blúndu, ég elska rúllukraga = hin fullkomna flík. Fæst í Galleri sautján og hér.

Davines Purifying Gel er undravara. Ég er með exem í hársverði og fæ svo mikinn kláða að ég klóra mér oft til blóðs. Þessi vara hefur hjálpað mér heilmikið. Gelið er ekki sérstaklega ætlað fyrir exem, heldur flösu, en hentar olíukenndum og þurrum hársverði. Þú berð það í hársvörðinn, bíður í 10 mínútur og skolar svo úr. Fæst á sölustöðum Davines.

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: