S T E A M Y

Fyrir stuttu síðan fékk ég gefins pakka frá MAKE UP STORE í Smáralind sem innihélt 3 vörur úr ‘Steamy’ línunni. Ég tók myndir af vörunum, en umbúðirnar eru bara of fallegar til að sleppa því! Þar næst skellti ég þeim í andlitið á mér og tók myndir af því líka. Ég er nefnielga að þykjast vera duglegur bloggari!

mussteamy

Varaliturinn heitir Pink Bliss Eden og er í fallega sterkbleikum lit. 

Microshadow ‘tríóið’ heitir Eden og inniheldur 1 mattann og 2 satínkennda augnskugga.

Síðast en ekki síst er það mjög fallegur bronzer, en hann heitir Amazone.

musselfie

Ég ákvað að hafa lúkkið svolítið ferskt, sleppa augnhárum og svörtum, þykkum eyeliner í þetta skiptið. Mér fannst það passa betur við nafnið á línunni.

Í kinnarnar notaði ég að sjálfsögðu bronzerinn, og smá á nefið líka til að búa til ‘sunkissed’ lúkk.

Ég byrjaði á að grunna augnlokið með sanseruðum, gylltum augnskuggaprimer og skyggja létt með ljósbrúnum upp á augnbein. Næst setti ég bronzerinn ‘Amazone’ yfir sem augnskugga. 

Í neðri vatnslínu og undir augnlokið notaði ég hvítan blýant sem grunn og pakkaði svo bláa litnum úr augnskuggapallettunni ofan á.

Í innri augnkrókinn notaði ég hina tvo augnskuggana.

Ég ákvað að nota varalitinn mjög sparlega, en ég vildi hafa fókusinn á augunum. Ég dúmpaði honum á miðjar varirnar og notaði svo glæran gloss yfir. Mér finnst þetta lúkk alltaf svo sumarlegt og það passar við alla augnförðun.

Á augnlokið setti ég svo örmjóa línu af glitrandi, bláum eyeliner og maskara að lokum.

Þetta tók mig í mesta lagi 7 mínútur að gera! 

Ekki vera hrædd við að nota liti! Maður endar ekkert alltaf eins og trúður.

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: