Fyrir viku síðan fór ég í stutta, en stórskemmtilega ferð til Stokkhólms í boði NYX á Norðurlöndunum.
Eins og flest ykkar kannski vita, þá tók ég þátt í face awards keppninni í fyrra og endaði í topp 5. Núna fékk ég að fara sem áhorfandi, sem var ekki síður skemmtilegt. Í ár var viðburðurinn umfangsmeiri og minnti mikið á keppnina í Bandaríkjunum. NYX heldur bestu partýin, það er bara þannig! Þetta var klárlega sá flottasti viðburður sem ég hef verið viðstödd. Auk mín fóru tveir snillar, Erna Hrund hjá NYX og Lilja Þorvarðar, sem var í topp 30 í ár.
Ég var auðvitað með myndavélina á lofti og klippti smá myndband svo þið gætuð fengið smjörþefinn af þessu ævintýri. Ég hvet að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga á förðun til að taka þátt að ári!
Ég læt fylgja nokkrar myndir, en það var ‘full glam gala’ dresscode og allir í sínu fínasta pússi.
Samfestinginn fékk ég í Galleri17, jakkinn er vintage og skórnir frá Jeffrey Campbell.
Skiljið eftir þumal eða athugasemd við myndbandið ef þið eruð í stuði!
xx
Leave a Reply