Smashbox test!

Á dögunum fékk ég að gjöf nokkrar vörur frá Smashbox til að prófa. Smashbox var nýlega bætt við á Cruelty Free listann hjá Logical Harmony, en þá síðu styðst ég mjög mikið við.

smashhhhhhh

Ég hafði ekki notað mikið annað frá merkinu áður heldur en primera og varaliti, en ég get með sanni sagt að ég er hoppandi kát með þær vörur sem ég fékk sendar. Ég veit að ég á eftir að koma til með að nota þær allar mjög mikið og er strax búin að nota þær í nokkur makeup lúkk á instagram og snapchat.

20170625-1802620155-01

Guli liturinn er úr Cover Shot ‘Bold’ pallettunni Hún innhiheldur 6 matta (litsterka!) augnskugga og tvo aðra með shimmer áferð. Undir augnskuggann notaði ég hvíta lid primerinn, en hann lætur litina poppa ennþá meira. Á vörunum er ég svo með nýja uppáhalds varalitinn minn, Chill zone. Hann er í liquid-to-matte formúlu og ég elska allt við hann! Þið þekkið eflaust ást mína á gráum varalitum. 😉

IMG_20170620_135222_205

Hér notaði ég rauða og appelsínugula litinn úr Bold pallettunni og lit úr Golden Hour pallettunni (sjá mynd líka) á mitt augnlokið. Undir þetta notaði ég Lid Primer í Dark, en hann er svona “ryð-brúnn” eins og ég myndi kalla það.

Ég hlakka til að prófa meira af þessum skemmtilegu vörum. Ef þið viljið sjá þær ‘in action’ skuluð þið endilega fylgja mér á instagram og youtube.

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: