Ég er með kjólaæði. Ég get setið og skoðað kjóla á netinu tímunum saman. Þá sérstaklega svona fína, sumarlega kjóla. Svo fína að þú gætir farið í þeim í brúðkaup. Þetta er svosem allt í lagi, því ég er á leiðinni í eitt slíkt í sumar! Mikið hlakka ég til!Þessir eru allir af ASOS og... Continue Reading →
Nýr mánuður og nýtt hár!
Reyndar engar svakalegar breytingar. Svarbrúna hárið fór bara í sumarfrí. Ég er svo viss um að vorið er handan við hornið! Ég sé sveitina mína í hillingum, en það eru bara nokkrar vikur í flutninga. Bless, ég er farin að drekka vatn....Læknirinn sagði mér um daginn að ég þyrfti að drekka miklu meira. Ég veit reyndar... Continue Reading →
Lúxus laugardagur!
Toggi er í fríi, það er nammidagur og ekki hægt að kvarta yfir veðrinu! Við byrjuðum daginn á nammibrunch og kíktum svo í heimsókn til Heiðu, Péturs, Hrafns Tjörva og Kolbrúnar Lilju. Þessi laugardagur er eins og þeir gerast bestir.Stundum má maður vera væminn!
Góð byrjun á helgarfríi!
Ég á langbesta kærastann! 😍
Hversu gott er þetta skyr? Hvernig getur skyr haft svona mikil áhrif á mann? Er hægt að vera skotinn í skyri? Jafnvel bera sterkari tilfinningar til þess? Þetta eru spurningar sem ég spyr sjálfa mig að reglulega þessa dagana. Ég held að ég þurfi að fara í skyrmeðbökuðumeplummeðferð.
Mér fannst leiðinlegt að brjóta saman þvott svo ég bjó mér til Steve Buscemi eyrnalokka.
Ég elska Steve Buscemi. Hann er eitthvað svo heillandi...
Sunnudagsstuð
Í dag fengum við langþráða heimsókn. Sara Eik, Hákon Frosti og Snjólfur Atli kíktu á okkur, en við vorum að hitta Snjólf Atla í fyrsta sinn. Sara hitti Kötlu Eldeyju þegar hún var nokkurra daga gömul, en svo höfum við bara ekkert sést í heila óléttu og tæpa 6 mánuði 🙂 Svona geta vegalengdirnar verið... Continue Reading →
Þessir litlu hlutir sem gleðja…
Nú er farið að vera bjart úti bæði þegar ég fer í vinnuna kl 9 og kem heim hálf 7. Það kætir fólk sem er lokað inni í Kringlu allan daginn!
Banananananabrauð án sykurs og hveitis!
Ég lofaði uppskrift af þessu dýrindis bananabrauði sem ég bakaði í gær, en það er án sykurs og hveitis. Ég nota kókoshveiti mjög mikið í bakstur, en ég á það til að baka vandræði úr því. Ég fæ kannski allt í einu þá snjöllu hugmynd að baka muffins eða vöfflur, skelli afrakstrinum svo í andlitið... Continue Reading →
Fyrir þá sem eru æstir í að vita hvað ég fékk mér í hádegismat
...þá fékk ég mér avokado, fyllt með túnfiski, maísbaunum og kotasælu. Salt og pipar yfir og borðaði með skeið. Namm! Uppskrift af bananabrauðinu góða kemur inn í kvöld!